Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 123

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 123
SKOLLHÓLAHELLIR 127 En þeir voru fleiri listamennirnir sem létu heillast af hellunum í Ási. Jó- hannes Kjarval „málari lands og vætta“ ferðaðist um Ítalíu árið 1922 og stundaði list sína. Fornar minjar og hús voru meðal þeirra viðfangsefna sem hann festi á léreft sín þar9. Minni af þessu tagi virðast hafa verið honum hug- stæð eftir heimkomuna, því Hermann Guðjónsson minnist þess, að einhvern tíma snernma á þriðja áratugnum hafi Kjarval komið í Ás og gert rauðkrítar- mynd af gamla bænum og heyhellinum. Inni í hellinum dró hann upp mynd af ristum þeim sem á veggjunum voru. Heyhellirinn gamli í Ási, þinghellirinn, er ekki lengur til. Þegar nýtt íbúðar- hús var byggt á efra bænum um 1950 lenti hann í grunni þess, þó að friðlýstur væri. Myndir Kjarvals voru lengi til í Ási, en einnig þær eru nú glataðar. Utan túns að Ási, um 1800 m NNA af bæjunum, standa sandsteinshólar upp úr víðáttumiklu mýrlendi. Hólarnir nefnast einu nafni Skollhólar, en ein- stakir hólar og hólaþyrpingar bera eigin sérnöfn. Hellishóll nefnist einn hóll- inn. Þar eru mikil ummerki mannlegrar athafnasemi, tóttarbrot, hellar og garðalög. Langmesta mannvirkið þarna er Skollhólahellir, gripahús mikið og fornt. Matthías Þórðarson lýsir Skollhólahelli nokkuð náið og hefur mælt upp stærð hans. Þó eru einkennilegar gloppur í lýsingu hans, einkum hvað varðar ristur og letur á veggjum. Skollhólahellir er hið haganlegasta hús, en þó engin listasmíði. Hann stendur enn allvel, þótt úr honum séu allar hurðir, en nokkurt hrun hefur ný- lega orðið úr þaki hans og hleðslum. Aðalhellirinn stefnir nálægt því í austur- vestur og er nú um 25 m að lengd, en 3—5 m á breidd (mynd 2). Við vestur- enda hans gengur afhellir á ská norðvestur frá aðalhellinum, nálægt 7x3m2. Hæð hellisins er á bilinu 1,7—2,3 m, en ef jarðvegi og taði væri mokað af gólfi hans, myndi hann eflaust dýpka allnokkuð. Óljós dæld er í hólinn út frá vesturenda hellisins, um 10 m löng. Ef til vill er þetta fallin þekja og hefur hellirinn þá upprunalega náð lengra til vesturs. Fjórir inngangar eða dyr eru á Skollhólahelli, en ekki munu þó nema einn eða tveir inngangar hafa verið í notkun samtímis. Stærsta opið er á vesturenda (sjá mynd 3). Þar má ganga niður i hellinn og stendur gólfið 1,5—2,0 m lægra en opið. Á síðari tímum hefur þetta op alltaf verið lokað með sandsteinshleðslu sem nú er fallin. E.t.v. hefur opið aldrei verið notað sem inngangur, því fast innan við það eru mjóar dyr i suðurvegg hellisins. Þar er tröppur upp að fara úr hellinum (8 þrep segir Matthías Þórð- arson), en þær eru nú grafnar í mold og fallna steinhleðslu sem í dyrunum hef- ur verið. Inngangur þessi hefur ekki verið í notkun á síðasta brúkunarskeiði 9 Aðalsteinn Ingólfsson, Matthías Johannessen bls. 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.