Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Qupperneq 126
SKOLLHÓLAHELLIR
129
en loftþykktin er 1,8 m. Hleðsla er innan í þessum strompi. Engar upphækk-
anir sjást lengur við strompana úti á hólnum, en fyrrum voru þær þar til stað-
ar.11
Lag hellisins er hið sigilda form þessara húsakynna, bogmyndað þak með
lóðréttum veggjum sem grafist hafa út af aldalangri slípun búfénaðar. Axar-
för eru um alla hvelfinguna og niður á miðja veggi en máð burtu þar fyrir
neðan. Fyrir miðjum norðurvegg gengur hellirinn mjög út undir sig og er þar
breiður og lágur sveigur inn undir bergið, líklega afleiðing hruns. Leifar af
hellujötum sjást með báðum veggjum. Jatan norðanmegin er tiltölulega heil-
leg. Hún er úr basalthellum sem raðað hefur verið upp á rönd. Breidd hennar
er 60—70 cm, nema þar sem sveigurinn er í vegginn, þar er hún allt að 225 cm
breið. Við suðurvegginn vottar fyrir samskonar hellujötu. Leifar af tréverki
sjást við jöturnar, sem hefur átt að varna því að skepnurnar træðu upp i þær.
Steypt drykkjarker er hálfgrafið i hrun við nýjustu dyrnar. Þar er og brunnur
undir hruninu. Brunnurinn var grafinn árið 1929.12 Austurendi hellisins virð-
ist yngri en vesturendinn, t.d. ber þar mun meira á meitil- og axarförum á
veggjunum.
Um afhellinn er fátt að segja. Hann er lítill miðað við aðalhellinn. Grópir
eru í veggina beggja vegna í hellismynninu fyrir skilrúm sem þar hefur verið.
Baggagat er í loftinu, ferhyrnt 1,4 x 1,6 m2 og hleðsla í þvi ofan á sandstein-
inum. Var það jafnan kallað innfallið,13 Hæðin úr því og niður á gólf er 3,6 m
en loftþykktin 1,5 m. Gatið mjókkar upp þannig að opið í torfþekjuna úti á
hól er lxl m2. Hermann Guðjónsson segir, að sökum smæðar afhellisins hafi
jafnan verið sett hey í vesturenda aðalhellisins. í honum hafi verið hlaðinn
veggur, þar sem hann er mjóstur milli strompanna. Á þeim tima var einnig
trégarði eftir miðju austurhluta hellisins að endilöngu. Garðanum var skipt í
tvennt, sá eystri var tæplega 5 m að lengd og náði fast austur að gafli hellisins,
sá vestari var 9—10 m að lengd og um 80 cm gangur á milli þeirra. Eins var um
eins metra bil frá innri enda lengri garðans að heyhellisvegg.14
Ekki sést tangur né tetur eftir af þessum görðum nú, né milliveggnum.
Garðarnir voru fjarlægðir á seinni hluta fjórða áratugarins samtímis og dyrn-
ar voru settar á norðurvegg hellisins. Hermann telur, að á 19. öldinni hafi
hellirinn verið hafður undir sauði. Þeir voru miklu léttari á fóðrum en ær og
gæti hafa nægt sá vetrarforði af heyi sem komst í afhellinn. Grópirnar þar í
mynninu kunna að vera frá þeim tíma. Eftir að sauðabúskapur lagðist af um
11 Að sögn Hermanns Guðjónssonar.
12 Guðjón Jónsson bls. 48.
13 Að sögn Hermanns Guðjónssonar.
14 Skv. skriflegum athugasemdum sem Hermann gerði við uppkast að þessari grein.
9