Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 133
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ann eftir úttektum og afhendingarskrám Skálholtsdómkirkju. Áletrunin segir
skýrum stöfum að textinn hafi í öndverðu verið gerður handa Nikulásar-
kirkjunni í Odda, hvernig sem hann hefur svo borist til Skálholts. Allt er þetta
tíundað í Griplugreininni og verður ekki fjölyrt um það hér. Þó er rétt að birta
áletrunina. Hún er úr Breviarium Romanum og hljóðar þannig (fáeinar
skammstafanir uppleystar);
Gloria tibi / trinitas equalis una deitas et/ante omnia secula et / nunc et
in perpetuum. iste textus sancti nic / halai episcopi de odda
Þetta mætti endurrita þannig á íslensku: ,,Dýrð sé þér, þrenning samjöfn,
einn guðdómur, svo fyrir allar aldir sem nú og að eilífu. Þetta er texti heilags
Nikuláss, biskups í Odda."
Af leturgerðinni telur Gunnlaugur S.E. Briem að ráða megi að spjaldið sé
ekki eldra en frá 15. öld og Stefán Karlsson hefur fallist á það. Má þá ef til vill
gera ráð fyrir að það sé frá um 1450.
Villan sem ég tel mig hafa gert er sú, að ég hélt því fram að þetta væri aftara
spjaldið af textanum. Um þetta kemst ég þannig að orði í Griplugreininni:
„Áletrunin byrjar við kross á miðri annarri skammhlið, sem hlýtur þá
að vera það sem upp snýr á bókinni, og endar hinumegin við sama
kross. Vandalaust er þá að sjá að þetta er afturspjaldið af textanum.
Hægri langhlið hefur verið við kjöl, og þar má í grópinu sjá sex göt með
leifum af leðurböndum sem fest hafa verið með töppum, aúk þess sem
sitt bandið er í hvoru horni rammans. Alls hafa því böndin verið átta,
og sést hvar þau hafa komið út undan leturgjörðinni. Það er þannig
alveg vafalaust að þetta er afturspjald. Hinsvegar er lítt hugsanlegt að
ekki hafi upphaflega verið að minnsta kosti eins veglegt framspjald á
textanum, en einhverntíma fyrir 1704 hefur það orðið viðskila við hann
og annað óbúið verið sett í þess stað. Þetta er augljóst vegna þess að á
slétta flötinn hinumegin á spjaldinu hefur verið skrifað með stórum fall-
egum skrifstöfum, sennilega með pentskúf:
Þetta er buna/spiallded/af einum onýtum Tex/ta
Dömkirkiunar /1704.
í þessu felst að hitt spjaldið hefur verið óbúið þegar hér var komið
sögu, og verður engum getum að því leitt hvenær upprunalega fram-
spjaldið hefur farið forgörðum.“
í þessari klausu er helst til borginmannlega að orði kveðið. Eftir að greinin
birtist fóru að sækja að mér miklar efasemdir út af þessum fullyrðingum. Var
það ekki lyginni líkast að þetta fagurbúna spjald sem verið hefur væri aftara
spjaldið af textanum, því að það sem skrifað er á spjaldið 1704 sýnir að þá er
hitt spjaldið óbúið? Þau undarlegheit skýrði ég með því neyðarúrræði að