Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Side 148
DAGUERREOTÝPUR Á ÍSLANDI
151
nema síðbúin skuldakrafa í búið upp á 334 rd. frá lausakaupmönnunum C.
Gerhard Hansen og Bruu fyrir vetrardvöl Siggeirs í Christianíu 10 árum
áður.39
Engar frummyndir eru til sem Siggeir hefur sannanlega tekið. Til er mynd
af Guttormi Pálssyni (1775—1860), presti í Vallanesi, rosknum, en það mun
vera elsti íslendingur sem ljósmynd er til af.40 Má teljast mjög líklegt að það
sé eftirtaka af mynd tekinni af Siggeiri (4. mynd), enda enginn annar ljós-
myndari starfandi á Austurlandi um það leyti. Það má því segja að hefði Sig-
geir ekki staðið í bréfaskiptum við tvo samhaldssama vini, sem héldu öllu til
haga, væri þáttur hans í þessari sögu öllum gleymdur.
Einu ári eftir að Siggeir varpar fram spurningunni um hvort það borgi sig
,,að setja sig niður sem Daguerreotypisti i Reykjavík“ fá þrír ljósmyndarar,
sem að vísu beittu annarri aðferð, sömu hugmynd. Þeir voru danskur maður
að nafni Friis og tveir nýlærðir ljósmyndarar, R.P. Hall veitingamaður í
Reykjavík, og Guðbrandur Guðbrandsson kaupmaður á Grundarfirði. Árið
1861 eru þeir allir starfandi ljósmyndarar í Reykjavík.41 Viðtökurnar sem þeir
fengu koma í stað glataðs svars Páls við spurningu Siggeirs.
Þessi ritgerð var upphaflega unnin undir handleiðslu Helgu Kress í námskeiði i ritgerðarsmíð við
Háskóla íslands. Helga og Halldór J. Jónsson safnvörður eiga þakkir skildar fyrir veitta aðstoð.
TILVÍSANIR
1 Fischer, J.G.: Eðlisfrœði, Khöfn 1852, bls. 325.
2 Jón Hjaltalín: ,,Um þangbrennslu“, Þjóðólfur VI, 186 (139—40 tbl., 30.3. 1854).
3 Theodór Friðriksson (1876—1940) segir frá því að hann hafi fyrst séð ljósmynd þegar
hann var um fermingu árið 1890. Hann ólst að vísu upp í afskekktu byggðarlagi, Flatey á
Skjálfanda, og var af alþýðustétt, en trúlega hafa fleiri haft sömu sögu að segja. Theodór
Friðriksson: íverum I, Rv. 1941, bls. 93.
4 í fórum Þjóðminjasafns íslands eru um 15 daguerreotýpur. Þar af eru 7 af þekktu fólki,
þar af 4 af fólki úr embættismannastétt, og 3 af námsmönnum i Kaupmannahöfn. Þjms.
Halldór J. Jónsson: Skrá yfir sólmyndir í Þjóðminjasafni (ópr.)
5 Um myndlistarnám og æviferil Helga, sjá grein Jóns Sveinssonar: „Helgi Sigurðsson" i
Matthías Þórðarson: Islenzkir listamenn I, Rv. 1920.
6 Helgi arfleiddi Málverkasafn Reykjavíkur (síðar Listasafn íslands) að myndum sínum
eftir sinn dag. Skrá yfir þær er í Matthías Þórðarson: fslenzkir listamenn I, bls. 60—65.
7 Björn Teitsson: „Islandske kjöbsteder 1600—1800“, Urbaniseringsprocessen i Norden,
Del 2, Oslo 1977, bls. 96—97.
8 Halldór J. Jónsson: Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara, Árbók Hins íslenzka
fornleifafélags 1977, bls. 5.
9 Lbs. 427 fol. Bréf Steingríms dags. 13.8. 1844.
10 Matthias Þórðarson: íslenzkir listamenn II, Rv. 1925, bls. 100—102.
11 Halldór J. Jónsson: Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara, Árbók Hins ís-
lenzka fornleifafélags 1977, bls. 6—7.