Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 148

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 148
DAGUERREOTÝPUR Á ÍSLANDI 151 nema síðbúin skuldakrafa í búið upp á 334 rd. frá lausakaupmönnunum C. Gerhard Hansen og Bruu fyrir vetrardvöl Siggeirs í Christianíu 10 árum áður.39 Engar frummyndir eru til sem Siggeir hefur sannanlega tekið. Til er mynd af Guttormi Pálssyni (1775—1860), presti í Vallanesi, rosknum, en það mun vera elsti íslendingur sem ljósmynd er til af.40 Má teljast mjög líklegt að það sé eftirtaka af mynd tekinni af Siggeiri (4. mynd), enda enginn annar ljós- myndari starfandi á Austurlandi um það leyti. Það má því segja að hefði Sig- geir ekki staðið í bréfaskiptum við tvo samhaldssama vini, sem héldu öllu til haga, væri þáttur hans í þessari sögu öllum gleymdur. Einu ári eftir að Siggeir varpar fram spurningunni um hvort það borgi sig ,,að setja sig niður sem Daguerreotypisti i Reykjavík“ fá þrír ljósmyndarar, sem að vísu beittu annarri aðferð, sömu hugmynd. Þeir voru danskur maður að nafni Friis og tveir nýlærðir ljósmyndarar, R.P. Hall veitingamaður í Reykjavík, og Guðbrandur Guðbrandsson kaupmaður á Grundarfirði. Árið 1861 eru þeir allir starfandi ljósmyndarar í Reykjavík.41 Viðtökurnar sem þeir fengu koma í stað glataðs svars Páls við spurningu Siggeirs. Þessi ritgerð var upphaflega unnin undir handleiðslu Helgu Kress í námskeiði i ritgerðarsmíð við Háskóla íslands. Helga og Halldór J. Jónsson safnvörður eiga þakkir skildar fyrir veitta aðstoð. TILVÍSANIR 1 Fischer, J.G.: Eðlisfrœði, Khöfn 1852, bls. 325. 2 Jón Hjaltalín: ,,Um þangbrennslu“, Þjóðólfur VI, 186 (139—40 tbl., 30.3. 1854). 3 Theodór Friðriksson (1876—1940) segir frá því að hann hafi fyrst séð ljósmynd þegar hann var um fermingu árið 1890. Hann ólst að vísu upp í afskekktu byggðarlagi, Flatey á Skjálfanda, og var af alþýðustétt, en trúlega hafa fleiri haft sömu sögu að segja. Theodór Friðriksson: íverum I, Rv. 1941, bls. 93. 4 í fórum Þjóðminjasafns íslands eru um 15 daguerreotýpur. Þar af eru 7 af þekktu fólki, þar af 4 af fólki úr embættismannastétt, og 3 af námsmönnum i Kaupmannahöfn. Þjms. Halldór J. Jónsson: Skrá yfir sólmyndir í Þjóðminjasafni (ópr.) 5 Um myndlistarnám og æviferil Helga, sjá grein Jóns Sveinssonar: „Helgi Sigurðsson" i Matthías Þórðarson: Islenzkir listamenn I, Rv. 1920. 6 Helgi arfleiddi Málverkasafn Reykjavíkur (síðar Listasafn íslands) að myndum sínum eftir sinn dag. Skrá yfir þær er í Matthías Þórðarson: fslenzkir listamenn I, bls. 60—65. 7 Björn Teitsson: „Islandske kjöbsteder 1600—1800“, Urbaniseringsprocessen i Norden, Del 2, Oslo 1977, bls. 96—97. 8 Halldór J. Jónsson: Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1977, bls. 5. 9 Lbs. 427 fol. Bréf Steingríms dags. 13.8. 1844. 10 Matthias Þórðarson: íslenzkir listamenn II, Rv. 1925, bls. 100—102. 11 Halldór J. Jónsson: Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara, Árbók Hins ís- lenzka fornleifafélags 1977, bls. 6—7.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.