Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 175

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 175
178 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ar verið var á sjó notuðu menn þessi varúðarorð til þess að þlíðka anda fugls- ins en gættu þess að styggja hann ekki með því að nefna hann réttu nafni. Þannig hefur til skamms tíma hvílt bann við notkun fjölda dýra- og staðar- nafna eins og dæmi eru um víða hér á landi, í Færeyjum og Hjaltlandi (Magn- ús Finnbogason, 1933). Samlíkingin á hinum helgu einsetumönnum og lundum hefur sennilega þótt nokkuð hnyttin, þar sem talið er, að hinir írsku föruklerkar hafi búið í jarð- húsum og hellum, en klæðnaði og útliti er þannig lýst: ,,Þeir voru í grófum vaðmálsyfirhöfnum með sauðarlit, en undir í hvítum kyrtlum úr fínna efni. Hárið var rakað af framanverðu höfðinu, en að aftan féll það niður á bak. Augnalokin voru lituð dökk“ (Einar Ólafur Sveinsson, 1945). Lýsingin á lundanum er hins vegar þannig: ,,Hann verpir, sem kunnugt er, í holum, er hann ýmist grefur sér í mold eða í sjálfgerðar holur í urðum eða hraunbjörg- um ... Fullorðni fuglinn er mósvartur á kolli og hnakka, ... svartur hálsinn ... og að aftan og hvítur að neðan. ... [Er] bera húðin kringum augað grá og taumur frá henni aftur á hnakka.“ (Bjarni Sæmundsson, 1936). Eftir lýsingu þessari að dæma hafa papar óneitanlega minnt nokkuð á lunda, og öllu meira en prestar og prófastar seinni tíma gera. Lundinn hefur hins vegar ekki getað losnað við samlíkinguna við klerkastéttina enda þótt klæðaburður og hættir klerka séu nú aðrir en hinna fornu papa. Ný nöfn voru tekin upp, sem féllu betur að ríkjandi máli hvers tíma. Þannig má hugsa sér að papanafn- ið gleymist á lundanum þegar prestar og prófastar taka við hlutverki papa, og að nafnið sé gleymt þegar Ari fróði dregur þá ályktun af papaörnefnum, að hér hafi verið irskir einsetumunnkar. Athyglisvert er, að lundi heitir nú á ensku puffin, og er uppruni þess orðs talinn óviss. Hefur helzt verið ætlað, að fuglinn hafi fengið nafnið af því hvað hann sýnist uppbelgdur, eða af belgings hljóði í fullorðnum fugli og ungum hans. Elzta skráða heimild á Englandi um lunda er frá 1337, þar sem nafnið er ritað að latneskum hætti poffouns. í enskri heimild frá 1502 og talað um að maður hafi fært konungi marga puffingis, og í miðalda ensku er einnig talað um pophyn. Svipar það nokkuð til enska orðsins pope (páfi), og þýzka orðs- ins Pfaffe (prestur). Er því skoðun sumra, að samlíkingin sé aðeins seinni tíma alþýðuskýring á einhverju eldra nafni fuglsins, er til dæmis hafi verið notað í Cornwallhéraði og í Scilly-eyjum, sem liggja vestan við Cornwallskaga (A New English Dictionary, 1909). Ekki virðist þá langt bil á milli þessara elztu ensku nafna á lundanum og örnefnanna pobis og pobi. Gæti enska lunda- nafnið puffin einmitt átt rætur að rekja til varúðarorðsins papi. Hér að framan var minnst á örnefnið Papil við Shetlandseyjar. Er þetta staðarnafn á eyjunni Vestur Burra, sem liggur suð-vestanvert í Shetlandseyja- klasanum. Talið er að þar hafi staðið munkaklaustur til forna áður en nor-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.