Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 175
178
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar verið var á sjó notuðu menn þessi varúðarorð til þess að þlíðka anda fugls-
ins en gættu þess að styggja hann ekki með því að nefna hann réttu nafni.
Þannig hefur til skamms tíma hvílt bann við notkun fjölda dýra- og staðar-
nafna eins og dæmi eru um víða hér á landi, í Færeyjum og Hjaltlandi (Magn-
ús Finnbogason, 1933).
Samlíkingin á hinum helgu einsetumönnum og lundum hefur sennilega þótt
nokkuð hnyttin, þar sem talið er, að hinir írsku föruklerkar hafi búið í jarð-
húsum og hellum, en klæðnaði og útliti er þannig lýst: ,,Þeir voru í grófum
vaðmálsyfirhöfnum með sauðarlit, en undir í hvítum kyrtlum úr fínna efni.
Hárið var rakað af framanverðu höfðinu, en að aftan féll það niður á bak.
Augnalokin voru lituð dökk“ (Einar Ólafur Sveinsson, 1945). Lýsingin á
lundanum er hins vegar þannig: ,,Hann verpir, sem kunnugt er, í holum, er
hann ýmist grefur sér í mold eða í sjálfgerðar holur í urðum eða hraunbjörg-
um ... Fullorðni fuglinn er mósvartur á kolli og hnakka, ... svartur hálsinn ...
og að aftan og hvítur að neðan. ... [Er] bera húðin kringum augað grá
og taumur frá henni aftur á hnakka.“ (Bjarni Sæmundsson, 1936). Eftir
lýsingu þessari að dæma hafa papar óneitanlega minnt nokkuð á lunda, og
öllu meira en prestar og prófastar seinni tíma gera. Lundinn hefur hins vegar
ekki getað losnað við samlíkinguna við klerkastéttina enda þótt klæðaburður
og hættir klerka séu nú aðrir en hinna fornu papa. Ný nöfn voru tekin upp,
sem féllu betur að ríkjandi máli hvers tíma. Þannig má hugsa sér að papanafn-
ið gleymist á lundanum þegar prestar og prófastar taka við hlutverki papa, og
að nafnið sé gleymt þegar Ari fróði dregur þá ályktun af papaörnefnum, að
hér hafi verið irskir einsetumunnkar.
Athyglisvert er, að lundi heitir nú á ensku puffin, og er uppruni þess orðs
talinn óviss. Hefur helzt verið ætlað, að fuglinn hafi fengið nafnið af því hvað
hann sýnist uppbelgdur, eða af belgings hljóði í fullorðnum fugli og ungum
hans. Elzta skráða heimild á Englandi um lunda er frá 1337, þar sem nafnið er
ritað að latneskum hætti poffouns. í enskri heimild frá 1502 og talað um að
maður hafi fært konungi marga puffingis, og í miðalda ensku er einnig talað
um pophyn. Svipar það nokkuð til enska orðsins pope (páfi), og þýzka orðs-
ins Pfaffe (prestur). Er því skoðun sumra, að samlíkingin sé aðeins seinni tíma
alþýðuskýring á einhverju eldra nafni fuglsins, er til dæmis hafi verið notað í
Cornwallhéraði og í Scilly-eyjum, sem liggja vestan við Cornwallskaga (A
New English Dictionary, 1909). Ekki virðist þá langt bil á milli þessara elztu
ensku nafna á lundanum og örnefnanna pobis og pobi. Gæti enska lunda-
nafnið puffin einmitt átt rætur að rekja til varúðarorðsins papi.
Hér að framan var minnst á örnefnið Papil við Shetlandseyjar. Er þetta
staðarnafn á eyjunni Vestur Burra, sem liggur suð-vestanvert í Shetlandseyja-
klasanum. Talið er að þar hafi staðið munkaklaustur til forna áður en nor-