Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1989, Page 27
AÐ MÁLA UPP Á TRÉ
31
þcktu með pcnsli lctt staðinn sem gullið cr lagt á ... Eftir að þctta hcfur verið lagt og
er þurrt, leggðu á sama hátt annað þar ofan á ... svo að þú gctir fægt það bctur mcð
tönn eða með steini.]
Eins og hér kemur fram, þá eru Hkindin að mestu bundin við efni cn
ekki orðalag, og er ástæðulaust að bera texta Gottskálks og DDA frekar
saman, nánari skyldleika er þar ekki að finna.
Ekki verður úr því skorið hvernig Gottskálki hcfur áskotnast þessi
texti. Engar heimildir eru um að íslcnskar kirkjur eða klaustur hafi átt
bækur um þessi efni, en auðvitað er ekki loku fyrir það skotið að slíkir
textar eða leiðbeiningar hafi verið til, þótt ekki sé þeirra getið. Hér
verður ekki reynt að grafast fyrir um leið þessa texta til íslands, enda
verður þar seint um annað en misálitlegar tilgátur að ræða; þó get ég
ekki stillt mig um að tæpa á einum möguleika: Ef mark skal tekið á
ártalinu á bl. 41 v, þá hefur Gottskálk skráð textann á því blaði árið
1543. Hann mun þá hafa verið með Erlendi Þorvarðssyni lögmanni,
mági sínum, suður í Selvogi.lx Á suðvesturhorninu voru helstir versl-
unarstaðir á landinu og mest samskipti við útlendinga, og kynni texti
Gottskálks að hafa borist þá leið til íslands með útlendum kaup-
mönnum eða handverksmönnum, jafnvel um Björgvin, en vitað er að
þar var verslað með gull og litarefni þegar á 15. öld eða fyrr.ly
Niðurstöður þessara vangaveltna um textana eru í sjálfum sér ekki
mcrkilegar: flest er sem sagt á huldu um vensl íslensku textanna og
samband þeirra við DDA eða önnur rit, svo og unr leið textans, sem
hér er prentaður, í hendur Gottskálks. Orð Ólafs Halldórssonar um
textann í AM 194 8° (1974:15) geta allt eins átt við um textann í Add.
11242: Ekki verður úr því skorið „hvort kaflinn hafi verið frumsaminn
á íslenzku eða þýddur úr erlendu riti, en líklegast verður þó að teljast
að stuðzt sé við rit ættað frá DDA“. Ýmis orð í texta Gottskálks benda
sterklega til miðlágþýskra eða austurnorrænna áhrifa, hvernig sem á
þeim stendur, en varla er nrjög líklegt að þau séu úr cinhverri óþekktri
þýðingu DDA á þau mál. Ef til vill er textinn upphaflega skrifaður eftir
fyrirsögn handverksmanna, og útlend orð og orðmyndir því stéttar-
slangur þeirra; gæti það skýrt hinn augljósa mun á snubbóttum texta
Gottskálks og lengri og bókmenntalegri texta AM 194 8°.
Heimildaskrá.
Alfr. I = Kálund, Kr. (útg.). 1908. Alfrœði íslenzk. Islandsk encyklopœdisk litteratur I. Cod.
Mbr. AM. 194, 8vo. Samfund til Udgivelsc af gammel nordisk Litteratur 37, Koben-
havn.