Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 2
6
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
kirkjulegum persónum. Við miðju er gert hólf úr tveimur þunnum fjölum,
sem liggja langhliða milli. I því blasa við tvær stórar styttur, sem sýna Jesú
Krist og guð alföður, og er Kristur t.v. Þverfjöl, hilla, liggur í miðri hæð frá
hólfi þessu á báða vegu og út að endum. I hólfunum fjórum sem þannig
myndast standa tólf líkneski í röðum, þrjú og þrjú saman, flest ef ekki öll af
postulum. Olíumálverk prýða vængina, og eru þau gerð bæði utan og inn-
an á vængjum. Talsvert sterkur gljái er á málverkunum. Einkunnirnar sem
gerðar hafa verið við líkneskin hafa mjög margar týnst.
Kassinn er 1 m 29 sm á lengd, hæð hans 84 sm, og þykkt við hann 15,5
sm. Ein fjöl er í hlið hverri í umgerðinni, og þeim fest saman með geirnegl-
ingu á endum, í baki eru þunnar fjalir, sem felldar eru í umgerðina, og fjalir
miðhólfsins eru felldar í bak. I bríkarvængjunum getur að líta þunnar, inn-
rammaðar fjalir, og settur er listi við innbrúnir vængjarammanna. Kistan
jafnt sem rammar þessir er máluð með svörtum lit, listarnir í vængjunum
eru grámálaðir, og kistubak haft ómálað. Að innanverðu er umgerðin í kist-
unni máluð rauðbrún, og sami litur er hafður á miðhólfsfjölum og þverfjöl-
um. Strikaðir listar eru við frambrúnir kistunnar allt í kring, þeir málaðir
með rauðum lit, grænum og gráum. Listi með úrtaki langsum að neðan er
festur framan á þverfjalirnar, hann málaður grár og rauður, og mjór listi,
rauðmálaður, liggur meðfram aðallistanum við efri langbrún báðum megin
við miðhólfið. Skraut undinna, málaðra súlna, af tveimur stærðum, setur
sérkennilegan svip á þennan hluta bríkarinnar. Allar afmarka þær styttun-
um rúm. Framan á skilrúmum aðalhólfs er eiginlega súluatriði langhliða
milli, eru þar efst litlar, útskornar myndir, ein hvorum megin, sem rísa frá
rimli, en súla neðan við. Súlur rísa milli líkneskjanna í hliðarhólfunum, með
jöfnu bili, og yst í hólfunum fyrir þær á báða vegu. Höfð eru efst súluhöfuð,
einföld að gerð, en neðst eru allháir, afskeyttir stallar, gjarðir má sjá að ofan-
verðu og að neðanverðu. Undningaskárarnir eru í rauðum lit, grænum og
hvítum, eða rauðir, bláir og hvítir, stallarnir brúnir á lit eða rauðir, en gjarðir
og súluhöfuð með ýmsum lit, og fleiri en einn litur sést við samskeytin milli
súlubola og stalla. Þessar súlur sem marka smærri líkneskjunum stað, sex-
tán talsins, enda á stallatindi að ofan, og gagnskorið flúrverk, gyllt, liggur
milli tindanna. Flúrverk þetta er úr undnum greinum, sem minna á lauf-
verk, við efri raðirnar, en við hinar neðri má sjá sveigðar greinar og atriði
sem líkjast flúrverkinu í bilunum ofan við. Ellefu stallatindar hafa varðveist
í bríkinni utan miðhólfs, og eru þeir gylltir, rauðir og bláir. Efst í miðhólfinu
er hafður pallur, rauðmálaður, með tveimur stallatindum af þessari sömu
gerð, og hvítur litur er þarna að auki. Báðum megin pallsins má sjá flúrverk,
gyllt, úr samanslungnum greinum. A þilinu að baki honum hefur varðveist
þynna úr gylltum málmi með þrykktu skrautverki, er hún máluð rauð. Pall-