Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 2
6 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS kirkjulegum persónum. Við miðju er gert hólf úr tveimur þunnum fjölum, sem liggja langhliða milli. I því blasa við tvær stórar styttur, sem sýna Jesú Krist og guð alföður, og er Kristur t.v. Þverfjöl, hilla, liggur í miðri hæð frá hólfi þessu á báða vegu og út að endum. I hólfunum fjórum sem þannig myndast standa tólf líkneski í röðum, þrjú og þrjú saman, flest ef ekki öll af postulum. Olíumálverk prýða vængina, og eru þau gerð bæði utan og inn- an á vængjum. Talsvert sterkur gljái er á málverkunum. Einkunnirnar sem gerðar hafa verið við líkneskin hafa mjög margar týnst. Kassinn er 1 m 29 sm á lengd, hæð hans 84 sm, og þykkt við hann 15,5 sm. Ein fjöl er í hlið hverri í umgerðinni, og þeim fest saman með geirnegl- ingu á endum, í baki eru þunnar fjalir, sem felldar eru í umgerðina, og fjalir miðhólfsins eru felldar í bak. I bríkarvængjunum getur að líta þunnar, inn- rammaðar fjalir, og settur er listi við innbrúnir vængjarammanna. Kistan jafnt sem rammar þessir er máluð með svörtum lit, listarnir í vængjunum eru grámálaðir, og kistubak haft ómálað. Að innanverðu er umgerðin í kist- unni máluð rauðbrún, og sami litur er hafður á miðhólfsfjölum og þverfjöl- um. Strikaðir listar eru við frambrúnir kistunnar allt í kring, þeir málaðir með rauðum lit, grænum og gráum. Listi með úrtaki langsum að neðan er festur framan á þverfjalirnar, hann málaður grár og rauður, og mjór listi, rauðmálaður, liggur meðfram aðallistanum við efri langbrún báðum megin við miðhólfið. Skraut undinna, málaðra súlna, af tveimur stærðum, setur sérkennilegan svip á þennan hluta bríkarinnar. Allar afmarka þær styttun- um rúm. Framan á skilrúmum aðalhólfs er eiginlega súluatriði langhliða milli, eru þar efst litlar, útskornar myndir, ein hvorum megin, sem rísa frá rimli, en súla neðan við. Súlur rísa milli líkneskjanna í hliðarhólfunum, með jöfnu bili, og yst í hólfunum fyrir þær á báða vegu. Höfð eru efst súluhöfuð, einföld að gerð, en neðst eru allháir, afskeyttir stallar, gjarðir má sjá að ofan- verðu og að neðanverðu. Undningaskárarnir eru í rauðum lit, grænum og hvítum, eða rauðir, bláir og hvítir, stallarnir brúnir á lit eða rauðir, en gjarðir og súluhöfuð með ýmsum lit, og fleiri en einn litur sést við samskeytin milli súlubola og stalla. Þessar súlur sem marka smærri líkneskjunum stað, sex- tán talsins, enda á stallatindi að ofan, og gagnskorið flúrverk, gyllt, liggur milli tindanna. Flúrverk þetta er úr undnum greinum, sem minna á lauf- verk, við efri raðirnar, en við hinar neðri má sjá sveigðar greinar og atriði sem líkjast flúrverkinu í bilunum ofan við. Ellefu stallatindar hafa varðveist í bríkinni utan miðhólfs, og eru þeir gylltir, rauðir og bláir. Efst í miðhólfinu er hafður pallur, rauðmálaður, með tveimur stallatindum af þessari sömu gerð, og hvítur litur er þarna að auki. Báðum megin pallsins má sjá flúrverk, gyllt, úr samanslungnum greinum. A þilinu að baki honum hefur varðveist þynna úr gylltum málmi með þrykktu skrautverki, er hún máluð rauð. Pall-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.