Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 13
ÖGURBRÍK
17
Svið okkar er að nokkru leyti Flæmingjaland. Var það greifadæmi sem
afkomandi Karlamagnúsar keisara kom á fót og skipaði hann þar greifa
Baldvin I (840-879). Flæmski greifinn Baldvin IX (1194-1204) setti á stofn latn-
eska ríkið í Miklagarði. Hann mun hafa kynnt listir og handiðnir
Austurlanda meðal vefara Flæmingjalands. Iðn þeirra blómgaðist snemma
og varð heimsfræg. Málarar Niðurlanda áttu flæmskum vefurum margt
upp að unna.
Yfirráð Búrgúndhertoga og síðar Habsborgaraveldisins móta sögu
Niðurlanda á síðmiðöldum. Hertogarnir sátu framan af í Dijon í Búrgúnd,
en tóku upp aðsetur í hinum flæmsku löndum sínum árið 1419.
Hirðmenning mun hafa verið nokkurt skjól niðurlenskum listamönnum,
en líklega er þyngra á metunum að niðurlensk borgarmenning verður til á
miðöldum og ýmsum borgum vex fiskur um hrygg. Fremstar ber að telja
Gent, Brugge, Tournai, Brussel, Louvain, Amsterdam og Haarlem. A15. öld
stóð málaralist Niðurlendinga með miklum blóma og kom frarn fjöldi meist-
ara. Málað var með olíulitum á tré. Alitið er einnig að beitt hafi verið
kvoðulitum (enska: tempera), sbr. Max Doerner, The Materials of the Artist,
1934. Mikil elja einkennir þessa list. Kröfum fjarvíddar var ekki fylgt til hlít-
ar, en þeim mun meiri rækt lögð við smáatriði. Sjónarstaður í myndum var
valinn hátt uppi. Mikið kveður að andlitsmyndagerð, sem er oft hreinlega
frábær, jafnframt því sem málaður er fjöldi altarisbríka. Þótt listin þjónaði
dyggilega trúnni, eins og verið hafði, ávannst henni nú nýtt, mannlegt
inntak. Leikmenn gerðust kaupendur listaverka og sóttust þeir eftir altaris-
bríkum. Hin gamla hefð Flæmingja í málaralist segir Erwin Panofsky að hafi
myndast í borgunum Tournai, Brugge, Brussel og Louvain. Oft verður vart
alveg sérstakrar færni í tréskurði Niðurlanda á þessu tímabili, en þar fer síð-
ur fyrir því að kannaðar séu nýjar leiðir. Telja verður rnálara þá sem störfuðu
á 15. öld til handverksmanna, og þeir voru yfirleitt í iðngildum. Með 16.
öldinni leysist hin gamla skipan upp að vissu leyti, og menn laðast að þeim
sem sýndu sjálfræði í háttum. Endurreisnarstíllinn ítalski gerði innreið sína
á þessum tíma, einkum í Antverpen. Sú borg auðgaðist af verslun eftir fund
sjóleiðarinnar til Indlands. Um sömu rnundir hnignaði hinni merkilegu borg
Brúgge. All erfiðlega gekk Niðurlendingum að aðlagast endurreisnarstíln-
um. Að þessum áhrifum verður komið síðar.
Því miður hafa mörg listaverk 15. aldar á Niðurlöndum eyðilagst. Fátt
hefur varðveist heimilda sem varpað gætu ljósi á innra líf þeirra sem feng-
ust við listsköpun, á einkaviðhorf þeirra. Samt hefur í rauninni mikið
varðveist af verkum. Má hér undrast margt, tryggðina við eðlilegt útlit,
innvirðuna, skartgirnina, og ekki hvað síst hina næmu vettvangssýn. Sam-
eiginlegir átthagar rnanna fá að njóta sín í málverkunum, og gætir í því efni