Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bera bringu svo að síðusár hans komi í ljós. Þegar guð faðir hefur tekið á
móti syni sínum lætur hann soninn setjast í hásæti í sama klæðnaði og hann
var í við móttökuna, þ.e. í purpuraskikkjunni sem táknar upprisu hans, og
hann þó nakinn á bringu.
Að mínum dómi eru málverk Ögurtöflu skyld altaristöflumálverkum í
Herzebrock í Vestfalen í Þýskalandi, þau eru samstæð, gerð á tré og munu víst
vera frá síðara hluta 15. aldar. Ekki er hægt um vik að ná til botns um þennan
skyldleika, en náinn er hann. I bók sinni, „Die deutschen, niederlándischen
und italienischen Tafelbilder bis um 1530", sýnir höfundur, Paul Pieper, átta
ljósmyndir saman í opnu af töflumálverkunum í Herzebrock. Til vinstri
getur að líta málverk sem lýsa boðuninni, heimsókninni, tilbeiðslu Jesú-
barnsins og vitringunum þremur. Til hægri sjáum við musterisheimsóknina,
Jesú tólf ára í musterinu, dauða Maríu meyjar og krýningu hennar. Ekki
verður sagt að mikill síðgotneskur íburður einkenni þessar myndir. Örlítið
eru þær frumstæðar, en markast af rólegri samlögun, og hér í rauninni á
ferð mjög góð myndlist. Standa myndirnar í vinnustofutengslum við verk þau
sem varðveist hafa eftir hinn svonefnda Liesborn meistara, kenndan við
Liesborn í Vestfalen, en hann starfaði fram til um 1480. Taka ber eftir því að
fólk í Herzebrock bríkinni er ekki mjög hávaxið. Bolir eru hafðir beinir og
sú hefð kemur í augsýn að láta höfuðin teygjast fram, en hún mátti sín víða
og er gömul. Höfuðin í málverkum bríkarinnar frá Ögri rísa hins vegar beint
upp frá bolnurn. I því efni er sjálfsagt að hafa list Dirk Bouts í huga. Meðal
samkenna á báðum þessum bríkum, Ögurbrík og Herzebrockbrík, eru fjar-
víddin, veraldarkúlan og staður hennar í mynd, stellingar persóna og útlit, og
myndgerð við hnén, þar sem mótar fyrir þeim undir klæðunum. Því má
bæta við að útlit guðs alföður í þrenningarmynd Ögurbríkar og útlit hans í
krýningu Maríu í Herzebrockbrík er líkt. Hné og fellingar þar í þessurn
myndum líkjast sömu atriðum í list endurreisnartímans á Italíu, t.d. í verk-
um eftir da Fabriano (1370-1427), Masaccio (1401-1428) og Fra Angelico (um
1400-1455). Hér sjást reyndar tengsl: Kennari Masaccios tilheyrði skóla da
Fabrianos en Fra Angelico tók sér list Masaccios til fyrirmyndar. Lesa má í
riti Piepers að sá sem málaði Herzebrock töflurnar tengist umhverfi (þýska:
Umkreis) Liesborn meistarans. Þær stellingar í sessi sem hafðar eru á vængj-
um Ögurtöflu að utan og í krýningarmyndinni í Herzebrock eru all minnis-
verðar. Finna má þeirra dæmi mjög víða í gotneskri hefð. Liesborn meistar-
inn hefur notið mikillar hylli. Hefur verið litið á list hans sem ímynd gotn-
eskrar listar í Vestfalen.
Endi sætis kemur í ljós í einni af Herzebrock töflunum, þar sem lýst er
því er Jesús kemur tólf ára í musterið. Sætisendinn er eiginlega með sama
skrautúrtaki neðst og sjá má á enda bænapúltsins í mynd Ögurbríkar af