Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 23
ÖGURBRÍK
27
malle meistarans og Jan van Eycks að leiðarljósi. Hið háa enni jómfrú Maríu
í Gent töflu Jans lifir aftur í Maríumyndunum í Ogurbrík. Það sem kallað
hefur verið fægistefna (enska: mannerism) í málaralist ruddi sér til rúms á
16. öld. Þar verður fyrir Jéröme Bosch (urn 1450-1516), sem lauk upp mikilli
furðuveröld, og fylgir oft og einatt eins konar ofraunsæisstefnu (enska: sur-
realism). Vakning af sama toga kemur í augsýn hjá Jan Provost í málverk-
inu Kristinni líkingu í Louvre.
John White ræðir ýmsa stuðla fjarvíddar í bók sinni um sögu myndræns
rúms, „The Birth and Rebirth of Pictorial Space." Þar er fjallað um list forn-
aldar og miðalda, og stuðst við fjölda dæma. Ef tengingslaga fyrirbæri snýr
beint fram við eitt horna, þetta nefnt skásýn, virðist það þétt, að því er
White telur. Skásýnin á vel við frásögn. Bænapúltið í boðun Maríu er nokk-
uð öðru vísi. Er það eiginlega teiknað eftir því sem John White segir sam-
kvæmt framhliðarsýn með firrðun. Sama gildir um ferstrenda stólpann sem
rís nálægt miðri mynd og himinrekkjuna í brúðhjónaherberginu. Telst þetta
vera á næsta leiti við skásýn, og er það einkum skipulegt rúm sem hér laðast
fram. Jean Pucelle, hinn frægi franski handritamálari, sem starfaði í París á
fyrra hluta 14. aldar, studdist við framhliðarsýn með firrðun. Mun hann þar
vera undir ítölskum áhrifum. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar um þetta.
A síðmiðöldum gætti ann-
ars mjög Parísaráhrifa í list-
um nágrannaþjóða Frakka.
Stefið um boðun Maríu
hefur hlotið ýmis konar með-
ferð í listum. Heilagur Bona-
ventura (1221-1274), ítali,
var yfirmaður Fransiskusar-
reglunnar. Hann á að vera
höfundur ritsins „Hugleið-
ingar um ævi Jesú Krists."
En bók þessi er einnig eign-
uð ónefndum ítölskum Frans-
iskusarmúnki. Emile Mále
víkur að Bonaventura og
þessu riti. Frásagnir um trú-
ræna atburði eru þar á ann-
an veg en í guðspjöllunum
13. mynd. Kvöldmáltíðarmynd
eftir Dirk Bouts í Louvain.