Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 28
32 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hægra helmings bríkarinnar sé Jakob postuli yngri, en einkunn hans var m.a. verkfæri eitt sem þófarar notuðu. Yst t.h. í þessari röð er hægt að þekkja heilagan Andrés postula. Hann heldur á bók, en hinn x-laga kross hans er gerður að baki honum. Yst t.h. í neðri röðinni er annar hvor postulanna, heilagur Matthías eða heilagur Mattheus. Ekki virðist með öllu ólíklegt að dýrlingurinn t.h. við heilagan Jakob af Compostella sé heilagur Pétur postuli. Fleira þarfnast athugunar þar sem eru einstök atriði á töflunni. Vegna englanna í mynd heilagrar þrenningar má hafa til samanburðar þrenndar- brík frá Niðurrín, á Wallraf-Richartz-Museum í Köln, nr. 533. Aðalefni henn- ar er Syrging Krists. Svo virðist sem bríkin geti verið verk málara í Niðurrín- arhéraðinu, og málarinn undir áhrifum úr vestri og þó einkum undir áhrif- um frá Niðurlöndum. Brík þessi hefur verið haldin gerð á öðrum fjórðungi 15. aldar. Sbr. Kataloge des Wallraf-Richartz Museums, Köln, 1969. Málaralist Flæmingja orkaði á listsköpun Vestur-Evrópu, einkum þar sem þýska var töluð, en lét ekki síður að sér kveða á Spáni og í Portúgal. Peter og Linda Murray segja beinlínis að skoðunarháttur á íberíska skagan- um hafi verið flæmskur á fyrra hluta 15. aldar. Bent er á að flæmsk list hafi einkum skotið rótum í Kastilíu, og Paul Guinard segir verk van Eycks, Dirk Bouts og van der Weydens hafa notið vinsælda í þessum landshluta öllum. Málverkin fjögur í Ögurtöflu markast eiginlega ekki mjög af hinum raunsæislegu lýsingum á grundvelli fjarvíddar sem einkenna ítalska list endurreisnartímans. Þessi málverk í bríkinni eru í rauninni vitnisburður um hina táknrænu afstöðu sem gegnsýrði menningu miðalda. Italska stefn- an var þó farin að hafa áhrif á Niðurlöndum áður en vængmyndir Ögur- töflu voru gerðar, og minnst hefur verið á fægistílinn. Er talið að hins ítalska raunsæis gæti í hollenskri list þegar við miðbik 15. aldar og nokkru seinna. Er þá tekið til frægt málverk eftir Albert van Ouwater (sem starfaði frá um 1450 til 1480), Lasarus vakinn frá dauðum, frá um 1485. Verulegum áfanga var náð að þessu leyti með málverkinu Skírn Krists eftir Jan van Scorel (1495-1562). í því ríkir ítalskur fornmenntaandi. Ritaskrá Blum, Shirley Neilsen, 1969. Early Netherlandish Triptychs. Dupont, Jaques and Cesare Gnudi, 1956. Gothic Painting. Friedlander, Max ]., 1937. Die altniederlándische Malerei, 14. bindi. Friedlánder, Max ]., 1956. From Van Eyck to Bruegel. Fuchs, R.H., 1978. Dutch Painting. Gersemar og þarfaþing. Afmælisrit Þjóðminjasafns, 1994. Hibbard, Howard, 1980. The Metropolitan Museum of Art. Jordan, R. Furneaux, 1969. Western Architecture. König, Wieland, 1974. Studien zum Meister von Liesborn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.