Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 31
HALLGERÐUR GÍSLADÓTTIR OG ÁRNI HJARTARSON RÚTSHELLIR Inngangur Rútshellir undir Eyjafjöllum er meðal merkustu fornminja á Islandi, höggv- inn út af mönnum, tvískiptur, ævagamall og tengist gömlum sögnum. Hell- irinn er rétt við bæinn Hrútafell og er holaður í móbergshamar sem skagar fram úr undirhlíðum Eyjafjalla. Rútshelli er lýst í a.m.k. þremur 18. aldar heimildum. Fyrst stuttlega í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1714. Önnur heimildin er Sýslulýsingar 1744-1749. Þar er Rútshelli líkt við kirkju og sagt að honum sé skipt í tvær hæðir með milligólfi. Þriðja heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þeir komu í hellinn 1756, slógu á hann máli og segja að stundum hafi menn búið í hon- um áður fyrr. I Ferðabókinni er elsta gerð þjóðsögunnar um Rút í Rútshelli sem þá „hefur gengið í munnmælum mann fram af manni" eftir því sem þeir Eggert segja. Hún er til í mörgum gerðum og er til skýringar á innan- búnaði hellisins og örnefnum í nágrenninu. Á 19. öld er einnig víða minnst á Rútshelli í heimildum. Langbesta lýsingin er í greinargerð Ólafs Pálssonar prests í Eyvindarhólum um fornaldarleifar sem skrifuð er 1818. Árið 1936 var gerð merkileg rannsókn á Rútshelli. Þá komu til Islands nokkrir Þjóðverjar á vegum þýsku nasistastofnunarinnar Ahnenerbe, sem var einskonar vísindaakademía á vegum SS-sveitanna og undir forræði Heinrich Himmlers. Þjóðverjarnir höfðu sérstakan áhuga á norrænni goða- fræði og vildu rannsaka íslenskar hofrústir. I byrjun höfðu þeir einkum augastað á Sæbóli við Dýrafjörð, Hofstöðum við Þorskafjörð og Uthlíð í Biskupstungum. Einhverra hluta vegna varð þó Rútshellir aðalvettvangur þeirra. Þar þóttust þeir finna minjar um heiðið hof af þróaðri gerð. Um þetta og fleiri sagnir sem tengjast hellinum má fræðast nánar í bókinni Manngerðir hellar á Islandi. Þegar hún var skrifuð var Aðalhellirinn hálf- fullur af heyfyrningum og Stúkan af jarðvegi. Þess vegna var ekki hægt að mæla hellinn þá. Sumarið 1992 lét Magnús Eyjólfsson bóndi á Hrútafelli hreinsa hellinn og þá gafst færi á að skoða með eigin augum það sem fyrri athugendur höfðu lýst.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.