Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
skilinn eftir 25 cm hár móbergspallur þegar hellirinn var höggvinn út. Hann
er í grófum dráttum þríhyrningslaga og stendur topphorn þríhyrningsins
út á gólfið, út á móts við holurnar, en grunnlína hans er samgróin veggnum
(2. mynd). Um 30 cm frá horni steinsins er ferningslaga bolli höggvinn í
hann 9x9 cm, dýpi 8-9 cm. Skarð er í barm hans. Fyrir miðri innri brún
steinsins er berghald.
Enginn strompur er á Stúkunni enda margra metra þykkt berg í þaki.
Tengsl Stúku og Aðalhellis
Þótt ekki sé neinn aldursmun að sjá á Stúku og Aðalhelli hefur hún verið
höggvin á eftir honum. Hún gengur hornrétt á hann innanverðan og mó-
bergsveggurinn sem skilur þau að er einungis 10-15 cm þykkur við munn-
ann. Tvö göt eru milli hellanna. Annað er upp í gegn um loftið og upp um
rúmbotninn en hitt á miðjum vegg Aðalhellis og nemur neðri brún þess við
gólfið í Stúkunni. Þessi munni er óreglulegur að lögun og líkist því meir að
hafa opnast fyrir slysni en að hafa verið höggvinn af ásettu ráði. Þó verður
að teljast ólíklegt að hellarnir hafi verið aðskildir í upphafi vega. I fyrsta lagi
er ekki hægt að sjá neinn ávinning í því, heldur einugis óhagræði, og í öðru
lagi hefði þurft mikla og nákvæma mælitækni til að höggva Stúkuna þann-
ig út að einungis örþunnur milliveggur yrði eftir milli hennar og Aðalhellis
bæði í gafli og í rúmbotni. Eðlilegast er að gera ráð fyrir að gat hafi verið gert
á milli hellanna strax í upphafi þó ekki væri til annars en að sjá hversu langt
væri óhætt að höggva.
Samanburður við fyrri mælingar
Eitt vekur strax athygli þegar þessi uppmæling Rútshellis er borin saman
við mælingu Eggerts og Bjarna frá 1756 og mælingu sr. Ólafs Pálssonar frá
1818. Þeim mælist hann styttri. Eggert og Bjarni segja hann 24 álnir að
lengd. Mælieining þeirra var Hamborgaralin sem var 57,1 cm. Þar af leiðir:
14 al. x 0,571 m = 13,2 m. Ólafur mælir hann 21 alin en á hans tímum not-
uðu menn danska alin sem var 63,8 cm. Þetta gerir: 21 al. x 0,638 m = 13,7
m. Þessum tveimur mælingum ber vel saman, mismunur þeirra er innan
eðlilegra marka. Nú mælist hellirinn 16,3 m. Engar vísbendingar er að sjá
um að hellirinn hafi verið lengdur frá því að eldri mælingarnar voru gerðar.
Veðrunarhúð og öll áferð á veggjum bendir ekki til annars en Aðalhellirinn
sé höggvinn út í einu lagi og hafi ekki verið breytt síðan. Hvort Stúkan sé
jafn gömul eða yngri er hins vegar óvíst. Þegar hin ágæta lýsing Ólafs Páls-
sonar er lesin vandlega kemur líka í ljós hvernig á mismuninum stendur.