Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 45
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON Egypsku munirnir í dánargjöf Willards Fiske Aðfararorð Þegar minnst er á Willard Fiske (1831-1904), bókavörð og prófessor við Cornellháskóla í Iþöku í Bandaríkjunum, dettur flestum líklega í hug annað hvort hið dýrmæta safn íslenskra bóka, sem varðveitt er í Cornellháskóla og kennt er við hann, eða sá rausnarskapur er hann gaf hverri fjölskyldu í Grímsey skáktafl auk verðmæts safns skákbóka sem varðveittar eru á Landsbókasafni. Það vita hins vegar færri að á Þjóðminjasafni eru 144 gripir sem hann ánafnaði safninu í erfðaskrá sinni og kennir þar ýmissa grasa. Þar má finna eftirmyndir af frægum listaverkum, gripi ættaða frá frumbyggjum Ameríku, eitt og annað með arabísku yfirbragði, leirker af ýmsum stærðum og gerðum sem óvíst er hvaðan eru upprunnin og síðast en ekki síst fjöl- marga forn-egypska hluti sem sumir hverjir eru afar glæsilegir. Það er þessi síðast nefndi hluti safnsins sem fjallað verður um í þessu greinarkorni. Afskipti undirritaðs af egypsku mununum í safni dr. Fiske urðu með þeim hætti að fyrir nokkrum árum vann ég ásamt öðrum að dálitlu kveri um fornaldarsögu fyrir framhaldsskóla. Þá kom upp sú hugmynd að gam- an væri að skreyta kverið með myndum af egypsku mununum í Þjóðminja- safninu og varð það úr að teknar voru myndir af nokkrum þeirra og þær birtar í kaflanum um Egyptaland. Þessi kynni mín af safni dr. Willard Fiske urðu síðan til þess að sumarið 1994 óskaði ég eftir því við Lilju Arnadóttur safnstjóra að fá að gera frekari athuganir á mununum og reyna að grafast fyrir um uppruna þeirra, aldur og til hvers þeir voru upphaflega notaðir. Var beiðni minni vel tekið. I fyrstu studdist ég einkum við skrá sem Asmundur Brekkan gerði yfir safn Fiske einhvern tíma á árunum fyrir 1960 og er númerakerfinu í henni fylgt í þess- ari grein. Mælingar Asmundar á munum og lýsingar eru mjög nákvæmar og hafa orðið mér að miklu liði við athugunina. I fyrstu atrennu voru kannaðar nákvæmlega allar handbækur og yfirlits- rit sem til eru um Egyptaland í íslenskum bókasöfnum og við þá yfirferð leystust fjölmörg vandamál varðandi aldur og notkun munanna. Því næst skrifaði ég egypsku deildinni í British Museum en þar er líklega samankom-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.