Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 45
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON
Egypsku munirnir í dánargjöf Willards Fiske
Aðfararorð
Þegar minnst er á Willard Fiske (1831-1904), bókavörð og prófessor við
Cornellháskóla í Iþöku í Bandaríkjunum, dettur flestum líklega í hug annað
hvort hið dýrmæta safn íslenskra bóka, sem varðveitt er í Cornellháskóla og
kennt er við hann, eða sá rausnarskapur er hann gaf hverri fjölskyldu í
Grímsey skáktafl auk verðmæts safns skákbóka sem varðveittar eru á
Landsbókasafni. Það vita hins vegar færri að á Þjóðminjasafni eru 144 gripir
sem hann ánafnaði safninu í erfðaskrá sinni og kennir þar ýmissa grasa. Þar
má finna eftirmyndir af frægum listaverkum, gripi ættaða frá frumbyggjum
Ameríku, eitt og annað með arabísku yfirbragði, leirker af ýmsum stærðum
og gerðum sem óvíst er hvaðan eru upprunnin og síðast en ekki síst fjöl-
marga forn-egypska hluti sem sumir hverjir eru afar glæsilegir. Það er þessi
síðast nefndi hluti safnsins sem fjallað verður um í þessu greinarkorni.
Afskipti undirritaðs af egypsku mununum í safni dr. Fiske urðu með
þeim hætti að fyrir nokkrum árum vann ég ásamt öðrum að dálitlu kveri
um fornaldarsögu fyrir framhaldsskóla. Þá kom upp sú hugmynd að gam-
an væri að skreyta kverið með myndum af egypsku mununum í Þjóðminja-
safninu og varð það úr að teknar voru myndir af nokkrum þeirra og þær
birtar í kaflanum um Egyptaland.
Þessi kynni mín af safni dr. Willard Fiske urðu síðan til þess að sumarið
1994 óskaði ég eftir því við Lilju Arnadóttur safnstjóra að fá að gera frekari
athuganir á mununum og reyna að grafast fyrir um uppruna þeirra, aldur
og til hvers þeir voru upphaflega notaðir. Var beiðni minni vel tekið. I fyrstu
studdist ég einkum við skrá sem Asmundur Brekkan gerði yfir safn Fiske
einhvern tíma á árunum fyrir 1960 og er númerakerfinu í henni fylgt í þess-
ari grein. Mælingar Asmundar á munum og lýsingar eru mjög nákvæmar
og hafa orðið mér að miklu liði við athugunina.
I fyrstu atrennu voru kannaðar nákvæmlega allar handbækur og yfirlits-
rit sem til eru um Egyptaland í íslenskum bókasöfnum og við þá yfirferð
leystust fjölmörg vandamál varðandi aldur og notkun munanna. Því næst
skrifaði ég egypsku deildinni í British Museum en þar er líklega samankom-