Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
in á einn stað í heiminum hvað yfirgripsmest þekking á Egyptalandi hinu
forna að Þjóðminjasafninu í Kaíró frátöldu. Þar náðist samband við aðstoð-
arsafnvörð egypsku deildarinnar, dr. M. L. Bierbrier, sem reyndist fús til að
veita aðstoð. Nú voru egypsku deildinni á British Museum sendar myndir
og lýsingar á þeim munum sem talið var að væru egypskir auk þess sem
undirritaður gerði grein fyrir niðurstöðum sínum. Það er skemmst frá því
að segja að skömmu síðar barst bréf frá dr. Bierbrier með niðurstöðum safns-
ins. Þeim var því næst bætt inní það sem unnið hafði verið upp úr skrá As-
mundar Brekkan og síðari athugunum.
Við þessi skrif hef ég notið mikilvægrar aðstoðar Lilju Árnadóttur safn-
stjóra Þjóðminjasafns, Ivars Brynjólfssonar ljósmyndara og Kristínar Sig-
urðardóttur forvarðar, sem gerði lauslega bráðabirgðaathugun á málmhlut-
unum í safninu. Öll eiga þau þakkir skilið svo og Mjöll Snæsdóttir ritstjóri
Árbókarinnar fyrir sitt framlag. Auk þess veitti Hagþenkir, félag höfunda
fræðirita og kennslugagna, höfundi styrk til að vinna að þessari rannsókn.
Fiskesafnið og tilurð þess
Dánargjöf Willards Fiske kom til landsins í tveim hlutum. Árið 1897 bár-
ust Forngripasafninu nokkrar litlar gifsafsteypur af egypskum lágmyndum
en meginhluti safnsins kom svo til landsins árið 1909, nokkrum árum eftir
dauða Fiske og getur Matthías Þórðarson þess sérstaklega í Árbók Forn-
leifafélagsins 1910 og gerði stuttlega grein fyrir gripunum. Ekki lentu þó all-
ir fornmunirnir úr safni Fiske á Þjóðminjasafninu því á minnisblaði sem fest
var við síðustu erfðaskrá hans var umsjónarmaður dánarbúsins beðinn um
að velja ákveðna gripi sem áttu að fara til Psi Upsilon félagsins og Michele
Monzecchi auk þeirra gripa sem áttu að fara til Reykjavíkur.1
En hvernig áskotnuðust Fiske þessir gripir? Dr. Willard Fiske var ekki
bara Islandsvinur heldur einnig mikill áhugamaður um egypska menningu
jafnt forna sem nýja og gerði meðal annars tilraun til að búa til ritmál með
latínuletri fyrir nútíma egypsku en Egyptar reyndust hins vegar áhugalitlir
um það mál. Fiske kom oft til Egyptalands. í fyrsta skipti kom hann þangað
1867-1868 en þá var hann leiðbeinandi ungs manns á ferðalagi hans um
fornminjar og söguslóðir Egyptalands. Árin 1880-1881 fóru Fiske og kona
hans, Jennie McGraw, þangað í brúðkaupsferð og veturinn 1888-1889
dvaldist hann þar með vini sínum Andrew D. White. Árið eftir kom Fiske
svo aftur til Egyptalands en síðustu ferðirnar þangað fór hann veturna
1896-1897 og 1897-1898. í ævisögu Fiske segir Horatio S. White prófessor og
eftirmaður hans að hann hafi safnað mikum fjölda egypskra fornmuna,
bæði skartgripum og verndargripum sem hann kallar „scarabe". Hann hafi