Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
aldur þeirra og spurði vin sinn Halldór Hermannsson þar um svaraði
Halldór: „Þú spyrð mig hverjum og hvernig steinar Fiske's og aðrir merk-
isgripir voru sendir, er samkvæmt erfðaskrá hans áttu að fara til Islands.
Þegar eg kom sunnan frá Italíu vorið 1905 hafði eg með mér samkvæmt
beiðni prófessors Whites nokkra egypska steina og merkisgripi til íslenzku
stjórnarinnar. Eg afhenti Olafi Halldórssyni sem umboðsmanni stjórnar-
innar í Khöfn gripi þessa og tók kvittun hans fyrir og lofaði hann að koma
þeim heim til Islands með skilum. Heyrði eg svo ekki um þá meira. En fyrir
hér um bil tveimur árum skrifaði próf. White mér og kvaðst enga viðurkenn-
ingu hafa fengið frá íslenzku stjórninni fyrir gripum þessum, en hann
óskaði eptir að fá hana. Eg skýrði honum frá málavöxtum og skrifaði jafn-
framt ráðherra Islands og bað hann að senda White viðurkenningu fyrir
móttöku þessara gripa, sem eg taldi sjálfsagt, að honum hefðu verið afhent-
ir frá stjórnarskrifstofunni í Kaupm.höfn. White hefur ekki minst frekar á
þetta við mig og taldi eg því víst, að hann hefði fengið viðurkenningu frá
ráðherranum. En spurning þín kemur mér skringilega fyrir, því að það er
eins og þessir munir væru ekki á Forngripasafninu, en þar ættu þeir auðvit-
að að vera. En þetta eru allar upplýsingarnar sem eg get gefið þér þessu
viðvíkjandi, en láttu mig heyra um hvernig í þessu liggur."5
Orð Halldórs um egypska steina virðast hafa ruglað menn í ríminu því
sú lýsing er fjarri því að eiga við þá gripi sem eru á Þjóðminjasafninu. Málið
leystist þó farsællega því misskilningurinn virðist hafa stafað annars vegar
af ónákvæmu orðalagi Halldórs og hins vegar af því að hann sá aldrei gjöf-
ina í heild sinni því að White sendi sumt af stað áður en Halldór kom til
Flórens en annað eftir að hann fór frá borginni.6
Þann 24. apríl 1909 skrifaði Halldór svo aftur: „Kæri vinur, Þökk fyrir bréf
þitt. Mér þótti gott að heyra, að munir þeir, er eg hafði meðferðis frá Flórens
til Khafnar komust með skilum á Forngripasafnið..." Síðan ræðir hann
nokkuð um gjöfina og hvernig best sé að koma henni fyrir. „Eg er þér og
sammála um það, að helst ætti gjöf Fiske's að vera í einu og sama herbergi
eða í sama húsi, því að bæði er það, að á þann veg er minning gjafar hans
bezt geymd og líka hvetur það aðra menn til líkra gjafa,..."7
Hvað varðar beiðni Matthíasar um upplýsingar um gripina svaraði Hall-
dór: „Að því er snertir upplýsingar um munina, þá er eg hræddur um að
ekki muni auðvelt að útvega þær. Númerin, sem þú sérð á þeim hafa enga
þýðingu í því efni; þau voru límd á þá, þegar próf. White tók inventarium
á eignum Fiskes og voru því einungis executorebus til leiðbeiningar. En
sjálfur skrifaði Fiske ekki hjá sér neinar upplýsingar um þá muni, er hann
keypti og tel ég víst, að ekkert finnist þessum munum, sem til íslands fóru,
viðvíkjandi meðal bréfa hans eða minnisbóka. Þó skal ég spyrjast fyrir um