Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 56
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS ofurlítið upphleypt. Fæturnir eru í ilskóm. Hylki af þessu tagi komust í tísku á tímum 22. konungsættar og var hugmyndin sú að ef eitthvað kæmi fyrir múmíuna sjálfa gæti sálin dvalist í hylkinu. Þetta brot er um 19 cm að hæð og 27,2 cm að lengd. Hæðin þar sem það beygist um ökklana er 11 cm og 4,3 cm yfir tærnar. Líklega eru fótstykkið og dánargríman af sömu múmíunni eða gerð á sama verkstæði. Liturinn og handbragðið benda ótvírætt til þess. Hvor tveggja er frá tímum Ptólemaíættarinnar.19 Kannski eru þetta hlutar af múmíunni sem Fiske talar um í bréfinu frá 16. des 1888. 17. Máluð tréstytta af Ptah-Sokar-Osíris. Kringum hálsinn eru skraut- bekkir og framan á lóðrétt helgileturslína. Á höfðinu er fjaðradjásn með sól- diski. Styttan er frá tímum 26. konungsættar (664 f.Kr.-525 f.Kr.)20 og er 50,5 cm að hæð og stendur á sökkli. Sökkullinn er 4 cm að hæð, 26,5 cm að lengd, 9,4 cm að breidd og gegnheill. Á framanverðum sökklinum er fálki, tákn Hórusar. Styttur sem þessi voru haugfé og stundum var sökkullinn holur að innan og eintaki af Bók hinna dauðu komið þar fyrir. Ptah-Sokar- Osíris var guð sköpunar, dauða og framhaldslífs samsettur úr þrem guðum. Þeir voru Ptat sem var guð sköpunar í Memfis, Sokar sem var guð grafreita og einnig frá Memfis og svo Osíris guð undirheima. 18. Máluð tréstytta af Ptah-Sokar-Osíris. Höfðbúnaðurinn er svartur og svart lausskegg er bundið við hökuna. Andlitið unglegt og grænmálað. Ofan til eru skrautbekkir og fyrir neðan þá lárétt helgileturslína. Á hvorri hlið er mynd af Hórusi með sóldiskinn á höfðinu. Styttan er 38 cm að hæð, þar af er fótstallurinn 3,5 cm. Líklega frá svipuðum tíma og nr. 17. 19. Tréstytta af Ptah-Sokar-Osíris sem hefur einhverntíma verið rauðmál- uð en ekkert skraut er lengur sjáanlegt á henni. Líklega hefur þó verið lína með híeróglífri framan á henni. Augun eru illa gerð og sennilega máluð á eftir að styttan fannst. Styttan hefur verið með lausskegg sem nú er brotið af og sést farið eftir það neðan á hökunni. Styttan er 24 cm á hæð, fremur klunnalega gerð. Ekkert er hægt að segja um aldur hennar. 20. Shaptistytta úr ljósum leir, mógrá að lit. Höfuðbúnaðurinn er svartur, andlit rauðleitt og lausskegg er bundið við hökuna. Styttan er 32,4 cm að hæð og mjög þung. Þetta er elsti gripurinn í safninu sem hægt er að aldurs- greina með nokkurri vissu og er frá tímum Miðríkisins, nánar til tekið 12. konungsætt (1991 f.Kr.-1786 f.Kr.). Shaptistyttur voru lagðar í grafir með mönnum og áttu að vinna fyrir þá í öðru lífi. Þar þurfti að sinna ýmsum störfum svo sem að hlynna að flóð- görðum og huga að uppskeru og það átti shaptistyttan að gera. Yfirleitt voru margar shaptistyttur lagðar í gröfina með hverjum manni, stundum ein fyrir hvern dag ársins. Þær voru gjarnan í múmíulíki. Fyrst voru þessar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.