Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 57

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 57
EGYPSKU MUNIRNIR í DÁNARGJÖF WILLARDS FISKE 61 styttur yfirleitt úr vaxi eða tré en frá tímum 18. konungsættar eru þær ein- göngu gerðar úr steini eða leir og þá oft með bláum glerungi. Á tímum 20.- 24. konungsættar hrakaði shaptistyttunum að allri gerð en vinnubrögðin bötnuðu aftur á tímum 26. konungsættar. Sá siður að leggja shaptistyttur í grafir með fólki lagðist af á tímum Rómverja. 21. Shaptistytta úr gröf manns sem hét Germen. Styttan er úr ljósgráum leir, frá tímum 18.-19. konungsættar (1567 f.Kr.-1200 f.Kr.). Framan á henni er lóðrétt helgileturslína. Höfuðbúnaðurinn er dökkblár, annað hvort úr blálituðum leir eða þá leirinn er svo gljúpur að hann hefur drukkið í sig bláa litinn þegar höfuðbúnaðurinn var málaður. Dálítill skrautbekkur er neðan við hálsinn að framan. Aftan á styttunni hægra megin er málaður langhyrn- ingur sem öllum er skipt í litla ferninga. Styttan er 19 cm að hæð og heldur á verkfærum eins og tíðkaðist, þar á meðal þreskiþúst en hún var einnig brúkuð þegar safnað var ilmefni skyldu resini sem Egyptar brúkuðu. 22. Shaptistytta af æðstapresti Amons, Pinudjem II af 21. konungsætt (1085-945 f.Kr.). Þessi stytta er frá Deir el-Bahri sem er ekki langt frá Þebu. Hún er úr leir með bláum glerungi. Fyrir neðan mitti að framan er myndin alsett helgiletri og á bakið er málaður ferhyrningur sem skipt er í minni fern- inga. Andlitið er dálítið skemmt og hefur styttan einhvern tíma brotnað á tveim stöðum og verið límd saman. Hún er frekar illa gerð en gerð shapti- styttna hrakað mjög um þetta leyti eins og áður var getið. Styttan er 16,5 cm að hæð. 23. Shaptistytta af Pinudjem I, einnig af 21. konungsætt. Hún er 12 cm að hæð og frá Deir el-Bahri, með bláum glerungi og lóðréttri helgileturslínu framan á. Lausskegg er bundið við hökuna. Styttan er í einhvers konar kufli og neðst sést í fæturna. Ekki verður betur séð en önnur höndin hangi niður eftir síðunni. Flestar shaptistyttur voru í múmíulíki og því er líklegt að þetta sé svokallaður „reisshapti" en það voru eins konar verkstjórar yfir hinum shaptistyttunum. Stundum var ein reisshaptistytta á hverjar 10 shaptistyttur. 24. Smástytta úr bronsi af Osíris. Hann er með hvítu kórónuna og laus- skegg bundið við hökuna. Eins og venjulega heldur Osíris á krókstaf og þreskiþúst. Niður úr styttunni gengur ferstrendur broddur og er endinn brotinn af þannig að styttan hefur upphaflega verið á einhvers konar fót- stalli. Hún er 14 cm að hæð. Styttan er frá því um 600 f. Kr. eða síðar. Auk þess að vera guð undirheima var Osíris frjósemi- og uppskeruguð. 25. Stytta af Isisi og Hórusi með ljósgrænum glerungi um 11 cm að hæð. Styttan sýnir ísisi gefa Hórusi brjóst. Önnur hönd Isisar er brotin af, en með þeirri hægri heldur gyðjan um vinstra brjóstið. Hórus situr í kjöltu hennar, en ekkert er eftir af honum nema fæturnir og önnur höndin, hitt er brotið af. Höfuðið og axlirnar á Isisi hafa brotnað og verið límdar aftur á.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.