Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 61
EGYPSKU MUNIRNIR í DÁNARGJÖF WILLARDS FISKE
65
Hórusar mun vera tiltölulega ung, frá tímum síðkonungdæmisins. Venjulega
er hann nakinn og sýgur fingurinn. Líklega hefur þessi stytta einhverntíma
verið gul á litinn og því má sjá leifar af gulum lit hér og þar. Brotið er upp
úr hökunni þannig að þar gæti hafa verið lausskegg. Styttan er með tvöföldu
hvítu kórónuna. Höfuðið er 4,1 cm að hæð, 3.1 að lengd og 2,4 að breidd.
Styttan er frá tímum síðkonungdæmisins eða Ptólemaíættarinnar.
35. Mannshöfuð úr leir með tiltölulega löngum hálsi. Það gæti hafa verið
með dökkum glerungi. Höfuðið er sköllótt að framanverðu, en þykkt hrokk-
ið hár í hnakkanum og fram yfir hvirfilinn. Það er dálítið skaddað á hnakk-
anum og við nefið. Þetta höfuð er mjög ólíkt egypsku gripunum. Yfirbragð-
ið er raunsætt og er höfuðið því líklega frá hellenískum eða rómverskum
tíma. Það er 4,8 cm að hæð með hálsinum, 3,5 að lengd fram yfir ennið, og
2,7 að breidd um eyrun.
36. A-B.Tvö brot af bronsplötu með ágröfnum myndum. Einhvern tíma
hefur platan verið innlögð með gulli og sjást leifar af því á nokkrum stöð-
um. A er um 9,4 cm að lengd og 3,3 að breidd. Neðarlega á plötunni má sjá
Isisi með sóldiskinn á höfðinu. Rétt fyrir ofan er mynd af öðrum guði sem
ber mikinn höfuðskrúða með sóldiski. Þetta gæti verið hvort sem er Hórus
eða Re-Harakhty. Re-Harakhty sameinaði eiginleika himnaguðsins Hórusar
og sólguðsins Re. Brot B er um 9,3 cm að lengd og 3,3 cm að breidd. Það er
mjórra í annan endann og önnur
hliðin bogadreginn. Þar má þekkja
Osíris, en hann er táknaður á hefð-
bundinn hátt sem múmía. Bæði
plötubrotin eru um 0,4 cm að
þykkt. Þau eru líklega frá því um
600 f. Kr. eða yngri.
38. Mynt (eða skjöldur) úr bronsi,
3,2 cm að þvermáli og 0,3 að
þykkt. Ofurlítið kúptur á annarri
hliðinni og tilsvarandi íhvolfur á
hinni. A kúptu hliðinni er vanga-
mynd af manni en hinum megin
er maður sem rís upp við dogg.
Þetta er stelling sem oft sést á
myndum af veisluhöldum Grikkja
11. mynd. Gripir nr 42-50. Sett af vernd-
argripum frá 800-500 f. Kr. Ljósmynd
Guðmundur J. Guðmundsson.