Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 62
66 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og Rómverja. Klæðnaðurinn líkist einnig grískum eða rómverskum klæðn- aði en ekki egypskum. I hendinni heldur maðurinn á ílöngu íláti. Fyrir fram- an hann er kvikindi sem gæti verið lítill krókódíll. Kannski er þetta fljóta- eða sjávarguð með nægtahorn í hendinni. Gripurinn sem er mjög slitinn, hefur grískt/rómverskt yfirbragð en gæti þó hæglega verið frá Egyptalandi. 39. Lítil stytta af guðinum Bes með blágrænum glerungi. Styttan er 7,5 cm að hæð og líklega frá því um 1100 f.Kr. Bes er dvergvaxinn með ljóns- haus, lafandi ístru og langt skott. Hann er iðulega sýndur dansandi með trommu eins og á þessari mynd. Bes gegndi fjölmörgum hlutverkum eins og flestir egypskir guðir. Hann var flóðhestagyðjunni Twaeret til aðstoðar en þau hjálpuðu konum í barnsnauð. Hann var og heimilis- og frjósemis- guð en líka stríðs- og veiðiguð. Sumir fræðimenn telja hann upprunninn í Babýlon.22 Olíkt öðrum egypskum guðum sést Bes aldrei á vangamynd held- ur alltaf framan frá. Annað hnéð hefur brotnað af. 40. Papírusvöndull, wadj, með blágrænum glerungi, ofurlítið boginn. A öðrum endanum er eins og hnappur með lykkju upp úr. Neðri endinn mjókkar. A báðum eru skreytingar. Papírusvöndullinn var algengur forn- egypskur verndargripur.23 Hann átti að veita þeim sem hann bar styrk og líf. Hann var iðulega lagður í grafir með fólki. Þessi er 8,6 cm að lengd, 1,4 að þvermáli. Papírusvöndull þessi er líklega frá því um 1000 f.Kr. en mjög erfitt er ákvarða aldur hans. 41. Ferhyrnd plata með bláum glerungi og gagnskornu verki. Lítið gat er borað gegnum plötuna að endilöngu og þar hefur að öllum líkindum verið þráður í. Illmögulegt er að greina myndina á plötunni en þó gæti þetta ver- ið verndargripur með fjórum gyðjum. Platan er 4,1 x 3,6 cm að stærð. Ogerningur er að aldursgreina gripinn án nákvæmrar rannsóknar. Gripir nr. 42-50 eru allir festir á sama spjald og eru líklega leifar af vern- dargripasetti sem lagt hefur verið í gröf með múmíu. Gripirnir eru allir með bláum eða grænleitum glerungi og virðast úr ljósleitu, leir-kenndu efni. Þeir eru frá því um 800-500 f.Kr. 42. Tordýfill með bláum glerungi með útþanda vængi. Vængirnir eru lausir en göt á þeim svo að hægt sé að festa þá við skrokkinn á tordýflinum. Þeir eru 5 cm að lengd og 2,3 að breidd hvor um sig. Skrokkurinn er spor- öskjulagaður, kúptur með upphleyptum strikum eða gárum eftir endilöngu bakinu, um 4 cm að lengd, 3 cm að breidd og 2 cm að hæð. Svona tordýflar voru lagðir ofan á brjóstið á múmíum til verndar. Tordýfillinn táknar sól- guðinn Re og þar með mátt sólarljóssins. I fornegypskri trú var hann eins konar upprisutákn. 43. Fálkahöfuð með sóldisk og bláum glerungi, 2,5 cm að hæð. Það tákn- ar annað hvort Hórus eða Re.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.