Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 65
EGYPSKU MUNIRNIR í DÁNARGJÖF WILLARDS FISKE
69
tordýfill. Þrjú lítil viðhengi eru á þessari plötu og sitt viðhengið hefur verið
við hvora af þeim plötum sem næstar eru miðplötunni, en af þeim er nú ann-
að glatað. Þessi hálsfesti er nýleg og ekki sjást á henni neinar útfellingar eða tær-
ing. Festin er líklega smíðuð utan um tordýflana á 19. öld, kannski eftir gam-
alli fyrirmynd. Tordýflarnir eru hins vegar gamlir því á þeim má sjá ýmis
merki þess að þeir hafi legið í jörðu. Aftan á þeim eru margs konar tákn. Tor-
dýflainnsigli eins og þessi voru höfð í hringum eða hálsmenum og voru bæði
verndargripir og innsigli. Þau voru oft grafin með eigendum sínum.
58. Armband úr málrni. Smíðað eins og nr. 57.1 því eru fjórar ferhyrndar
plötur með lágt upphleyptum myndum og fjórar sporöskjulagaðar með
tordýflum. Það er 18 crn að lengd, 2,3 að breidd.
59. Brjóstnæla úr málmi, smelt með marglitum glerungi, 5 crn að hæð og
5.2 að breidd. Efst er upphleypt mannsandlit. I miðju er sporöskjulagaður
skjöldur og er í hann miðjan greyptur allstór tordýfill úr gráleitum steini en
út undan skildinum til beggja hliða eru sfinksir með konungsdjásn á höfði.
60 a-b. Eyrnalokkar, tveir úr málmi og smeltir með marglitum glerungi.
Þeir eru hálfmánalagaðir, 2 cm að þvermáli. Efst á þeim er upphleyptur katt-
arhaus með höfuðdjásn og við þá eru festir tordýflar, skornir úr gráleitum
steini í gylltum umgerðum. Lokkarnir hafa verið hengdir í eyrun með all-
löngum krókum. Tordýflana í settinu þyrfti að rannsaka mun betur, jafn-
vel taka þá úr umgerðinni ef einhver haldbær niðurstaða ætti að fást urn
aldur þeirra og hvað er letrað á þá.
61. Gylltur bindisprjónn, 8,3 cm að lengd. Hausinn er fornt sporbaugs-
lagað innsigli, allt gyllt, smíðað sem einskonar loftverk og gagnskorið með
plötu undir. Það er 2 cm að lengd og 1,5 að breidd. Prjónninn og umgerðin
er nýtt en hausinn er gamall og hefur verið hreinsaður upp þegar hann var
settur á prjóninn. Inn í hausnum eru merki um tæringu og sumstaðar kem-
ur brons eða kopar gegnum gyllinguna. Því rná gera ráð fyrir að hausinn
hafi legið í jörðu.
62 Gylltur bindisprjónn, 7,1 cm að lengd. Hausinn er fornt tordýfils-
innsigli, skorið úr rauðum steini í gylltri umgerð. Það er 2 cm að lengd og
1,5 að breidd. Umgerðin og prjónninn eru ný.
63 Gylltur bindisprjónn, 8,6 cm að lengd. Hausinn er fornt tordýfils-
innsigli, skorið úr bláum steini, í gylltri umgerð. Það er 2 cm að lengd og 1,4
að breidd. Umgerðin og prjónninn eru ný.
64. Gylltur bindisprjónn, 8,2 cm að lengd. Hausinn er fornt tordýfils-
innsigli, skorið úr brúnum steini í gylltri umgerð. Það er 1,7 cm að lengd og
1.3 að breidd. Umgerðin og prjónninn eru ný.
65. Gylltur bindisprjónn, 8,3 cm að lengd. Hausinn er tordýfill, skorinn úr
grænum steini, í gylltri umgerð. Þessi tordýfill er ólíkur hinum hvað það varð-