Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 66
70
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ar að engin tákn eru skorin neðan í hann. Botninn er sem sagt flatur þannig
að þessi tordýfill hefur varla verið innsigli heldur einungis verndargripur. Tor-
dýfillinn er 1,7 cm að lengd 1,3 að breidd. Umgerðin og prjónninn eru ný.
66. Gylltur bindisprjónn, 6,5 cm að lengd. Hausinn er grænleit plata úr
steini með ágrafinni helgimynd og í gylltri umgerð. Platan er 1,7 cm að
lengd og 1,3 að breidd. Líkast til er þetta fornt innsigli. Umgerðin og prjónn-
inn eru ný. Það sama gildir um hausana á bindisprjónum og tordýflana í nr.
57-60, mun nákvæmari rannsókn þyrfti til að komast að niðurstöðu um aldur
þeirra og áletranirnar á innsiglunum, jafnvel að taka þau úr umgerðinni og
verður það að bíða betri tíma.
97. Lampi úr rauðum leir, 10 cm í þvermál og um 5 cm að hæð. Hann er
kringlóttur, skálarlaga og kúptur að ofan. Ofan á honum er kringlótt op
fyrir ljósmeti, 2,5 cm í þvermál. Að framan er gat fyrir kveikinn og undir því
skagar fram dálítill flipi sem kveikurinn hvílir á. Aftan á lampanum hefur
verið handfang, sem nú er brotið af. Víða er kvarnað úr börmunum. Lamp-
inn er að öllum líkindum egypskur en það er þó ekki alveg víst því þetta lag
þekkist líka í Norður-Afríku, Palestínu og í Sýrlandi. Hann er líklega frá því
á 6.-8. öld e.Kr.
98. Ilangur lampi úr rauðum leir 14 cm að lengd, 7,5 að breidd og 4 cm að
hæð. Hann er líkur lýsislampa að lögun með kúlu, nefi og kringlóttu hand-
fangi að aftan. Að ofan er lampinn kúptur og skreyttur með skárákum. Of-
an á kúlunni er gat til að hella olíu á lampann. Þar fyrir aftan eru festingar
fyrir lok sem verið hefur á honum. Nefið er flatt að ofan og framan á því er
dálítil rauf þar sem verið hefur áhald sem hægt var að færa kveikinn með.
Lampinn er að öllum líkindum egypskur frá 2. öld f. Kr.
99. Lampi úr rauðum leir 16,8 cm að lengd, 9,4 cm að breidd og 3,4 cm að
hæð. Hann er með flötum botni og tvö nef skaga fram úr hvort fyrir sinn
kveik og fremst á þeim eru göt fyrir kveiki. I miðju er kringlótt dæld með
sjaldgæfu mynstri, þar er og lítið gat til að setja ljósmeti á lampann. Aftan
úr lampanum gengur þríhyrnt handfang með laufskrauti. Lampinn er eg-
ypskur frá rómverskum tíma, líklega 70-130 e. Kr.26
100. Vatnskrukka úr grófum rauðleitum leir. Hún er hnöttótt með stutt-
um hálsi, víðu opi og tveim litlum eyrum. Hún er 24,5 cm að hæð, 15,1 að
þvermáli um opið og25,7 um miðjuna. Krukkan er mikið sprungin og hefur
verið gert við hana. Líklega frá tímum Ptólemaíættarinnar.
101. Krukka úr rauðum leir með kúlulaga belg. Hálsinn er mjór og tvö
eyru öðrum megin. A móti hefur verið eitt eyra en það er nú brotið af.
Krukkan er 18,7 cm á hæð, þar af er hálsinn 5,5 cm Um hálsinn er krukkan
2,5 cm í þvermál og um 13 cm um miðjuna. Krukkan mun vera egypsk og
líklega frá því um 850-650 f. Kr.