Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 72
76 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Önnur kona sem ólst upp í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar nefnir einn- ig hekl í endurminningum sínum. Er það Guðrún Borgfjörð, sem segir að hún hafi fyrir fermingu 1870 verið búin að fá tilsögn bæði við að sauma og hekla hjá þeim Kristínu, dóttur Jóns ritstjóra Guðmundssonar og Hólmfríði Björnsdóttur, uppeldisdóttur hans. Hver þeim hafði kennt kemur ekki fram, en þær frænkurnar voru báðar miklar hannyrðakonur.12 Til dæmis var Hólmfríður ein þeirra sem saumaði fyrsta fálkafána Sigurðar Guð- mundssonar, líklega 1873.13 Rúmum tuttugu árum eftir að stúlknaskólinn í Reykjavík hætti störfum, nánar til tekið 1874, stofnaði yngri amtmannsdóttirin Þóra, þá gift Páli Melsted sagnfræðingi, Kvennaskólann í Reykjavík. Veitti hún honum for- stöðu til ársins 1906. I Kvennaskólanum var ætíð lögð mikil áhersla á alls konar handavinnu. Var hekl (heklan,14 hekling15) þar á námsskrá frá upphafi, kennt eina stund á viku í þriðja bekk, og var raunar þegar nefnt meðal fyrirhugaðra kennslugreina í frumdrögum um skólann sem birtust á prenti í mars 1871.16 Má gera ráð fyrir að brautskráðar námsmeyjar, einkum á fyrsta og öðrum áratug skólans, hafi átt alldrjúgan þátt í að breiða kunn- áttu á hekii út um landið. Auk þess sem að framan greinir, teng- ist hekl Kvennaskólanum í Reykjavík með nokkuð sérstökum hætti. Arið 1872 var haldin hlutavelta um marg- lita - ef til vill tvíbanda?17 - gólf- ábreiðu sem frú Þóra hafði heklað. Voru miðar seldir bæði á Islandi og í Danmörku, og myndaði ágóðinn, nær tvö hundruð krónur, undirstöðu að stofnsjóði skólans.18 Ókunnugt er hver hreppti vinninginn, og ekki er vitað að ábreiðan hafi varðveist. Þess má geta hér að í Þjóðminjasafni ís- lands er varðveitt hekluð peninga- pyngja úr dánarbúi Þóru Melsted (1. mynd).19 Pyngjunni lýsti Matthías Þórðarson þjóðminjavörður meðal annars svo í skrá safnsins: „Peninga- pyngja hekluð úr móleitu garni, aðal- lega á þrennan hátt. Baugur úr stáli er um miðju; hafa líklega verið tveir slík- ir ... Sennilega eptir frú Thoru Mel- 2. mynd. Hekluð petiingapyngja úr mó- leitu garni, úr eigu Þóru Melsted. Lengd 25 cm. Þjms. 7936. Ljósmynd: Þjóðminja- safn Islands, lvar Brynjólfsson. - A crocheted coin purse worked in broivn- ish cotton thread, formerly in the posses- sion of Þóra Melsted, now in the National Museum of Iceland.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.