Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 72
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Önnur kona sem ólst upp í Reykjavík á seinni hluta 19. aldar nefnir einn-
ig hekl í endurminningum sínum. Er það Guðrún Borgfjörð, sem segir að
hún hafi fyrir fermingu 1870 verið búin að fá tilsögn bæði við að sauma og
hekla hjá þeim Kristínu, dóttur Jóns ritstjóra Guðmundssonar og Hólmfríði
Björnsdóttur, uppeldisdóttur hans. Hver þeim hafði kennt kemur ekki
fram, en þær frænkurnar voru báðar miklar hannyrðakonur.12 Til dæmis
var Hólmfríður ein þeirra sem saumaði fyrsta fálkafána Sigurðar Guð-
mundssonar, líklega 1873.13
Rúmum tuttugu árum eftir að stúlknaskólinn í Reykjavík hætti störfum,
nánar til tekið 1874, stofnaði yngri amtmannsdóttirin Þóra, þá gift Páli
Melsted sagnfræðingi, Kvennaskólann í Reykjavík. Veitti hún honum for-
stöðu til ársins 1906. I Kvennaskólanum var ætíð lögð mikil áhersla á alls
konar handavinnu. Var hekl (heklan,14 hekling15) þar á námsskrá frá
upphafi, kennt eina stund á viku í þriðja bekk, og var raunar þegar nefnt
meðal fyrirhugaðra kennslugreina í frumdrögum um skólann sem birtust á
prenti í mars 1871.16 Má gera ráð fyrir að brautskráðar námsmeyjar, einkum
á fyrsta og öðrum áratug skólans, hafi átt alldrjúgan þátt í að breiða kunn-
áttu á hekii út um landið.
Auk þess sem að framan greinir, teng-
ist hekl Kvennaskólanum í Reykjavík
með nokkuð sérstökum hætti. Arið
1872 var haldin hlutavelta um marg-
lita - ef til vill tvíbanda?17 - gólf-
ábreiðu sem frú Þóra hafði heklað.
Voru miðar seldir bæði á Islandi og í
Danmörku, og myndaði ágóðinn, nær
tvö hundruð krónur, undirstöðu að
stofnsjóði skólans.18 Ókunnugt er
hver hreppti vinninginn, og ekki er
vitað að ábreiðan hafi varðveist. Þess
má geta hér að í Þjóðminjasafni ís-
lands er varðveitt hekluð peninga-
pyngja úr dánarbúi Þóru Melsted (1.
mynd).19 Pyngjunni lýsti Matthías
Þórðarson þjóðminjavörður meðal
annars svo í skrá safnsins: „Peninga-
pyngja hekluð úr móleitu garni, aðal-
lega á þrennan hátt. Baugur úr stáli er
um miðju; hafa líklega verið tveir slík-
ir ... Sennilega eptir frú Thoru Mel-
2. mynd. Hekluð petiingapyngja úr mó-
leitu garni, úr eigu Þóru Melsted. Lengd
25 cm. Þjms. 7936. Ljósmynd: Þjóðminja-
safn Islands, lvar Brynjólfsson.
- A crocheted coin purse worked in broivn-
ish cotton thread, formerly in the posses-
sion of Þóra Melsted, now in the National
Museum of Iceland.