Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 85
GRAFSKRIFT SR. VIGFÚSAR BJÖRNSSONAR
ÚR GARÐSKIRKJU
7. sept. 1996 kom ég fyrst í Garðskirkju í Kelduhverfi. Kirkjan er gömul
timburkirkja, reist 1890 og var lengi turnlaus. 1949 var steypt utan um veggi
hennar og við það fékk hún útlit steinkirkju og árið eftir var steyptur turn
við hana. Hið innra heldur hún áferð timburhússins.
1970 var steypt gólf í kirkjuna í stað timburgólfsins gamla. Þegar gólfið
var tekið upp fundust undir því tvær gamlar fjalir með úthöggnu grafletri.
Þær lágu á moldarjörð, bakið sneri niður en letrið upp. Fjalirnar eru mjög
fúnar á baki og nánast hismi eitt svo að vart má segja að þær loði saman,
enda hefur nokkuð brotnað af brúnunum og áletrunin er sums staðar skert,
en annars er framhliðin heil á yfirborði. Talað var um að senda fjalirnar til
Þjóðminjasafnsins er þær fundust en það var þó ekki gert, líklegast af því
að þær voru svo illa farnar að menn bjuggust varla við að þær yrðu varð-
veittar. Þær voru þó settar upp í kirkjuturn og þar afhenti Sigurður Jónsson
bóndi í Garði mér fjalirnar, sem færðar eru í aðfangabók Þjóðminjasafnsins
8/11 1996.
Það er alltaf nokkur viðburður þegar nýfundinn forngripur kemur í hend-
ur manns og þá ekki sízt þegar gripurinn segir eitthvað um nafnkennt fólk.
Fjalirnar eru úr grafskrift yfir séra Vigfús Björnsson sem var prestur þar í
Garði 1797 til æviloka 1808. Athygli mína vakti strax hve letrið var fagurt á
fjölunum, þótt þær væru nánast skrautlausar að öðru leyti. Minntu þær
strax á grafskriftina úr Þverárkirkju í Laxárdal, sem grein er um í Arbók
1991. Við fyrstu skoðun gat sýnzt, að þær myndu komnar úr höndum sama
manns.
Aðeins hafa verið þessar tvær fjalir í sjálfri grafskriftinni. Ramminn um þær
er týndur nú, en hann hefur haldið fjölunum saman auk blindinga úr tré.
Fjalirnar eru 152-152,5 cm langar og 21,5-24,5 cm breiðar nú, en eitthvað
lítillega vantar á upphaflega breidd vinstri fjalarinnar, þeirrar mjórri. Innan
rammans hefur flötur grafskriftarinnar verið um 142,5-143 cm hár og ramm-
inn gengið um 4,3 cm inn á fjalirnar á alla vegu. Þykkt fjalanna er um 1,5