Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 85

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 85
GRAFSKRIFT SR. VIGFÚSAR BJÖRNSSONAR ÚR GARÐSKIRKJU 7. sept. 1996 kom ég fyrst í Garðskirkju í Kelduhverfi. Kirkjan er gömul timburkirkja, reist 1890 og var lengi turnlaus. 1949 var steypt utan um veggi hennar og við það fékk hún útlit steinkirkju og árið eftir var steyptur turn við hana. Hið innra heldur hún áferð timburhússins. 1970 var steypt gólf í kirkjuna í stað timburgólfsins gamla. Þegar gólfið var tekið upp fundust undir því tvær gamlar fjalir með úthöggnu grafletri. Þær lágu á moldarjörð, bakið sneri niður en letrið upp. Fjalirnar eru mjög fúnar á baki og nánast hismi eitt svo að vart má segja að þær loði saman, enda hefur nokkuð brotnað af brúnunum og áletrunin er sums staðar skert, en annars er framhliðin heil á yfirborði. Talað var um að senda fjalirnar til Þjóðminjasafnsins er þær fundust en það var þó ekki gert, líklegast af því að þær voru svo illa farnar að menn bjuggust varla við að þær yrðu varð- veittar. Þær voru þó settar upp í kirkjuturn og þar afhenti Sigurður Jónsson bóndi í Garði mér fjalirnar, sem færðar eru í aðfangabók Þjóðminjasafnsins 8/11 1996. Það er alltaf nokkur viðburður þegar nýfundinn forngripur kemur í hend- ur manns og þá ekki sízt þegar gripurinn segir eitthvað um nafnkennt fólk. Fjalirnar eru úr grafskrift yfir séra Vigfús Björnsson sem var prestur þar í Garði 1797 til æviloka 1808. Athygli mína vakti strax hve letrið var fagurt á fjölunum, þótt þær væru nánast skrautlausar að öðru leyti. Minntu þær strax á grafskriftina úr Þverárkirkju í Laxárdal, sem grein er um í Arbók 1991. Við fyrstu skoðun gat sýnzt, að þær myndu komnar úr höndum sama manns. Aðeins hafa verið þessar tvær fjalir í sjálfri grafskriftinni. Ramminn um þær er týndur nú, en hann hefur haldið fjölunum saman auk blindinga úr tré. Fjalirnar eru 152-152,5 cm langar og 21,5-24,5 cm breiðar nú, en eitthvað lítillega vantar á upphaflega breidd vinstri fjalarinnar, þeirrar mjórri. Innan rammans hefur flötur grafskriftarinnar verið um 142,5-143 cm hár og ramm- inn gengið um 4,3 cm inn á fjalirnar á alla vegu. Þykkt fjalanna er um 1,5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.