Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 89
GRAFSKRIFT SR. VIGFÚSAR BJÖRNSSONAR ÚR GARÐSKIRKJU
93
Gunnlaugur Briem kenndi sig við fæðingarstað sinn Brjánslæk, sem sést
á þessum tírna stundum skrifaður Brjámslækur, og er ættfaðir Briemsættar-
innar. Greinilegt virðist, að hann hefur haft mikinn listaáhuga því að hann
hefur nám í listsköpun áður en hann hefur lögfræðinám, en slíkur lærdóm-
ur hefur þá ekki síður en löngum síðar vart getað talizt lífvænlegur og því
áhugi en ekki lífsafkoma vakið hann til þess náms. I ætt hans hélzt mikill
hagleikur. Einn sona hans var Olafur Briem timburmeistari á Grund, sem
kunnastur var fyrir kirkjusmíðar sínar.
Gunnlaugur var sem sýslumaður talinn röggsamt yfirvald. Hann var
mjög ráðvandur, nokkuð stirðgáfaður og óviðfeldinn og eigi laus við að
vera nokkuð tilgerðarsamur, náttúruvit hafði hann í bezta lagi og stundaði
að vanda embættisverk sín sem bezt hann mátti, segir í Sýslumannaæfum.
Þar segir jafnframt, að hann væri mesti snilldarmaður í handverki sínu,
bíldhöggvaraíþróttinni. Lítið er þó vitað að hverju marki hann fékkst við
skurðlist eða listmennt hér heima.
Ebenezer Henderson hinn enski kom að Kjarna 1814, og er að sjá af frá-
sögn hans að þar hafi verið vel hýst og smekklega, og þá var verið að endur-
byggja bæinn. Getur hann þess, að þar hafi verið margt bóka og fannst hon-
um til um. Spakmæli voru rituð yfir hliðið að bænurn. Öll var fjölskyldan
þar með meiri háttar yfirbragði.
I Þjóðminjasafni eru fjórir listafagrir hlutir eftir Gunnlaug skornir í tré,
með "bíldhöggvaraverki", eins og sagt var. Það eru skjaldarmerki, Þjms.
1751, tréspjald með skrautverki og spegilvendri áletrun á latínu, líklegast til
að þrykkja með, Þjms. 3217, lágmynd af hundi og sofandi dreng, Þjms.
7502, og lítill stokkur, Þjms. 6839. Er á öllum þessum hlutum mjög fagurt
handbragð og leynir sér ekki skurðstíll hins skólaða manns, sem er úr ætt
við flest annað það sem sést í íslenzkum tréskurði. Stokkurinn er með
fangamarki Gunnlaugs, og það er einmitt hann sem færir okkur sanninn
um að Gunnlaugur hafi skorið grafskriftina úr Garðskirkju.
Safnið fékk stokkinn 1915 að gjöf frá Eiríki Briem prófessor, sonarsyni
Gunnlaugs sýslumanns. Hann er úr birki, gerður 1803 og með nafni séra
Einars Guðbrandssonar að Hjaltabakka og Auðkúlu, bróður Gunnlaugs. Á
hann er skorin áletrun á latínu með latínuletri, rnjög áþekku því sem er á
grafskriftinni, en að hluta til með skrifletri. Leynir sér ekki nákvæm sam-
svörun í stafagerðinni, en einkum má benda á stafina Q og R, sem eru nán-
ast alveg eins, svo og hið tvöfalda bandstrik þar sem orðum er skipt. Hefur
Matthías Þórðarson skráð urn stokkinn, að hann sé "snilldarvel skorinn", og
má hið sama segja um grafskriftina.
Vel er líklegt, að Gunnlaugur Briem hafi gert meira af útskurði en nú er
vitað, þótt embættisstörf hafi vafalaust tekið drýgstan hluta starfsdags hans.