Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 91

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 91
MÁLVERK GRÖNDALS AF SKIPSBRUNA Einstakir sögulegir viðburðir hafa ekki orðið íslenzkum listamönnum tilefni margra samtímamynda. Á seinni hluta 19. aldar var ljósmyndun kom- in hér til sögu og þá tóku ljósmyndarar eðlilega myndir af ýmsum merk- isviðburðum, vígslum brúa, skipakomum, jarðarförum og konungsheim- sókn. Einkum tók þá Sigfús Eymundsson slíkar ljósmyndir. Eiginleg frétta- ljósmyndun hófst hér ekki fyrr en löngu síðar, enda lengi vel ekki gerð myndamót hérlendis svo að hægt væri að birta myndir í blöðum jafn- harðan. Erlendir teiknarar komu hingað í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874 og hafa teiknað nokkrar myndir, svo sem af hátíðarmessu í Dómkirkjunni og frá hátíðarhöldum á Þingvöllum. Þær voru síðan prentaðar í erlendum blöð- um. 28. júlí 1971 bárust Þjóðminjasafninu að gjöf tvær málaðar myndir frá frú Önnu Jónsson í Hnitbjörgum, ekkju Einars Jónssonar myndhöggvara, er höfðu verið í eigu Einars. Önnur er eftir Þorstein Guðmundsson málara í Hlíð í Gnúpverjahreppi, af bænum í Hlíð, en hin er eftir Benedikt Gröndal skáld, máluð frá Arnarhóli og sér norður yfir sundin til Engeyjar og Skarðs- heiðar. Hún er tilefni þessarar greinar. Gröndal málaði fleiri myndir af þessum sjónarhóli og má þá sjá skip á myndunum, t.d. sjást á einni skipin Fanney og Reykjavík, sem Geir Zoéga átti. En á myndinni frá frú Önnu Jónsson sést ákveðinn atburður. Skip stend- ur í ljósum loga stafna á milli á höfninni og leggur kolsvartan reyk til vest- urs, danskt herskip liggur skammt frá og í landi standa tveir menn við bát og horfa á atburðinn. Skarðsheiðin er sýnd ljós, líklegast af sólarbirtu, en Akrafjall og Esjan dökk. Engey er iðjagræn og mótar fyrir húsunum þar. Myndin er í gylltum flúruðum ramma, 25,5 x 32,5 cm að utanmáli. Sjálf myndin er sporbaugslaga og er um hana málaður dumbrauður sporbaugur. Hún má teljast heldur viðvaningslega gerð, enda Göndal 74 ára er myndin er gerð, en hún er mjög í anda annarra mynda Gröndals, bæði litir og teikn- ing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.