Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 91
MÁLVERK GRÖNDALS AF SKIPSBRUNA
Einstakir sögulegir viðburðir hafa ekki orðið íslenzkum listamönnum
tilefni margra samtímamynda. Á seinni hluta 19. aldar var ljósmyndun kom-
in hér til sögu og þá tóku ljósmyndarar eðlilega myndir af ýmsum merk-
isviðburðum, vígslum brúa, skipakomum, jarðarförum og konungsheim-
sókn. Einkum tók þá Sigfús Eymundsson slíkar ljósmyndir. Eiginleg frétta-
ljósmyndun hófst hér ekki fyrr en löngu síðar, enda lengi vel ekki gerð
myndamót hérlendis svo að hægt væri að birta myndir í blöðum jafn-
harðan.
Erlendir teiknarar komu hingað í tilefni þjóðhátíðarinnar 1874 og hafa
teiknað nokkrar myndir, svo sem af hátíðarmessu í Dómkirkjunni og frá
hátíðarhöldum á Þingvöllum. Þær voru síðan prentaðar í erlendum blöð-
um.
28. júlí 1971 bárust Þjóðminjasafninu að gjöf tvær málaðar myndir frá frú
Önnu Jónsson í Hnitbjörgum, ekkju Einars Jónssonar myndhöggvara, er
höfðu verið í eigu Einars. Önnur er eftir Þorstein Guðmundsson málara í
Hlíð í Gnúpverjahreppi, af bænum í Hlíð, en hin er eftir Benedikt Gröndal
skáld, máluð frá Arnarhóli og sér norður yfir sundin til Engeyjar og Skarðs-
heiðar. Hún er tilefni þessarar greinar.
Gröndal málaði fleiri myndir af þessum sjónarhóli og má þá sjá skip á
myndunum, t.d. sjást á einni skipin Fanney og Reykjavík, sem Geir Zoéga
átti. En á myndinni frá frú Önnu Jónsson sést ákveðinn atburður. Skip stend-
ur í ljósum loga stafna á milli á höfninni og leggur kolsvartan reyk til vest-
urs, danskt herskip liggur skammt frá og í landi standa tveir menn við bát
og horfa á atburðinn. Skarðsheiðin er sýnd ljós, líklegast af sólarbirtu, en
Akrafjall og Esjan dökk. Engey er iðjagræn og mótar fyrir húsunum þar.
Myndin er í gylltum flúruðum ramma, 25,5 x 32,5 cm að utanmáli. Sjálf
myndin er sporbaugslaga og er um hana málaður dumbrauður sporbaugur.
Hún má teljast heldur viðvaningslega gerð, enda Göndal 74 ára er myndin
er gerð, en hún er mjög í anda annarra mynda Gröndals, bæði litir og teikn-
ing.