Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 98

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 98
102 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS áhersla á að takmarka jarðrask en beita þess í stað fjarkönnun og aðferðum fornvistfræði til að draga fram upplýsingar um hlutverk og gerð mannvirkja og sögu mannvistar í Nesi. Hafa verið gerðar tilraunir með margskonar að- ferðir, allt frá hitamyndatöku úr lofti til kortlagningar á fosfatmagni í tún- inu, og er í mörgum tilfellum um algerar nýjungar í íslenskri fornleifafræði að ræða. Nú þegar hefur gríðarmiklu af upplýsingum verið safnað um mannvist og mannvirkjaleifar í Nesi og er líklega ekki ofsagt, að fyrir utan þá staði sem grafnir hafa verið upp í heild, þá séu fáir minjastaðir á Islandi jafn kyrfilega rannsakaðir og bæjarstæðið í Nesi. Rannsóknum í Nesi er ekki lokið, en þar sem ekki er útlit fyrir að frekari athuganir verði gerðar á kirkjustæðinu í bráð, verður í þessari grein gerð grein fyrir helstu niðurstöðum úr uppgrefti í kirkjugarðinum 1995. Hér er ekki um uppgraftarskýrslu að ræða en áætlað er að sú skýrsla verði birt ásamt öðrum skýrslum um rannsóknir í Nesi í tímaritinu Archaeologica Is- landica. Samhliða vettvangsvinnu var gerð athugun á ritheimildum um kirkju og kirkjugarð í Nesi. Er þar fyrst og fremst um að ræða vísitatíur frá 17. og 18. öld en þær hafa að geyma margskonar vísbendingar bæði um kirkjurnar og kirkjugarðinn. Sá háttur er hér hafður á við framsetningu, að fyrst er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum uppgraftarins að því marki sem þær koma kirkjunni í Nesi við. Þar á eftir eru raktar heimildir, fyrst um kirkjubygginguna og síð- an um kirkjugarðinn, sem finna má í vísitatíum. Að lokum eru allar þessar vísbendingar dregnar saman til að draga fram mynd af kirkjustæðinu og stærð kirkjugarðsins. Mörgum áleitnum spurningum um kirkju og kirkjugarð í Nesi er enn ósvarað, en þó hefur með litlum tilkostnaði og lágmarksjarðraski tekist að afmarka kirkjugarðinn og benda á kirkjustæðið. Þó að hlutverk þessarar greinar sé fyrst og fremst að gera grein fyrir niðurstöðum rannsókna 1995 þá er það öðrum þræði einnig að benda á þann auð heimilda sem til er um fornar byggingar. Það á bæði við um heimildir sem finna má á skjalasöfnum - en fornleifafræðingar veigra sér oft við að kynna sér slíkar heimildir eða vita alls ekki af þeim - og um heimildir sem lesa má út úr mannvistarleifum í jörðu. Rannsóknir í Nesi sumarið 1995 I ritheimildum eru engar vísbendingar um staðsetningu kirkjunnar í Nesi. Ekki er vitað hvort kirkjan hefur alltaf staðið austan á bæjarhólnum né hvort kirkjur þær sem byggðar voru 1675 og 1785 voru byggðar á eldri grunnum eða við hliðina á eldri kirkjum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.