Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 103
KIRKJA OG KIRKJUGARÐUR I NESI VIÐ SELTJORN 107 má ráða af gjóskublettunum sem í honum eru, en ástæða er til að ætla að lrann hafi verið hlaðinn nær 18. öld en þeirri 16. Meðfram steinalögninni austanmeð torfveggnum nr. 7 var ákaflega mjúkt og ljóst moldarlag með mörgum gripum (8). Lagið er aðeins urn 0,2 m á breidd og fylgir veggnum algjörlega en er hinsvegar lægra og þar með sennilega eldra en steinarnir. Það styrkir þá túlkun að þeir séu yngri en veggurinn sjálfur. I lagi nr. 8 var m.a. gult múrsteinsbrot sem bendir til 18. aldar eða seinni tíma. Lag nr. 8 er sennilega fylling í ræsi meðfram veggn- um. Austan við nr. 7-9 var grafin um 0,8 x 1 m breið hola og á um 1,30 m dýpi var komið niður í holrúm (nr. 13, gröf 5) og þar fyrir neðan sást í 4 líkkistu- lok, 3 flöt (nr. 15, 16 og 19) og eitt upphækkað (nr. 14). Kistan með upp- hækkaða lokinu sýnist vera allvönduð smíð. Fyrir utan kisturnar voru á tveimur stöðum mannabeinaleifar úr grindum, sem hefur verið rutt til þeg- ar grafið var fyrir nýjum kistum (nr. 17 og 18). Alls fundust því í þessum litla skurði leifar eftir 7 grafir og hafði tveim verið raskað til að koma fyrir nýjum gröfum. Ljóst er því, að í þessum hluta kirkjugarðsins hefur verið afar þétt grafið og eflaust um alllangt skeið, þó ekki verði af þessum vitnisburði greint hversu lengi. Lítið verður sagt um innbyrðis aldur grafanna, annað en að beinaleifarnar nr. 18 eru eldri en lrol- rúmið nr. 13 og að höfuðkúpan nr. 17 er eldri en bæði holrúmið nr. 13 og líkkistan nr. 16. Kistulokin eru öll í svipaðri hæð, eða á milli 10,99 og 11,19 m.y.s. og eru þær kistur því líklega allar frá svipuðu tímabili. Holrúmið er hinsvegar sennilega yngra en allar hinar grafirnar þó ekki sé óhugsandi að grafir frá sama tíma séu misdjúpar. Aðeins sá í austurenda kistuloksins nr. 15 í niðurgreftinum og sé hún meira en 1 metra löng, sem líklegt er ef í henni er fullorðinn einstaklingur, þá hefur þessi gröf verið tekin áður en veggurinn nr. 7 var byggður. Jafnvel þó að kista þessi sé aðeins um 1 metri þá er vesturendi hennar svo fast undir austurbrún veggjarins nr. 7 að ólík- legt verður að teljast að hann hafi verið til þegar gröfin var tekin. Þessar vísbendingar eru ekki óyggjandi en líklegt verður samt að teljast að þar sem kisturnar virðast allar frá svipuðum tíma þá séu þær allar sömuleiðis eldri en veggurinn nr. 7. Botn hans gefur þá vísbendingu um yfirborðið sem var þegar grafirnar voru teknar, og hefur það verið í um 12,20 m.y.s. Aðeins holrúmið nr. 13 gæti verið gröf sem tekin var eftir að veggurinn nr. 7 var hlaðinn. Upphækkuð kistulok eins og það sem fannst í nr. 14 eru innflutt tíska, sem barst til landsins á 18. öld, og leysti á skömmum tíma kistur með flötu loki eða stokkalagi af hólmi.17 Veggurinn nr. 7-9 er yngri en 1500, sennilega miklu, en eldri en grjótgarðurinn nr. 3 sem er frá seinni hluta 18. aldar. Kist-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.