Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 103
KIRKJA OG KIRKJUGARÐUR I NESI VIÐ SELTJORN
107
má ráða af gjóskublettunum sem í honum eru, en ástæða er til að ætla að
lrann hafi verið hlaðinn nær 18. öld en þeirri 16.
Meðfram steinalögninni austanmeð torfveggnum nr. 7 var ákaflega
mjúkt og ljóst moldarlag með mörgum gripum (8). Lagið er aðeins urn 0,2 m
á breidd og fylgir veggnum algjörlega en er hinsvegar lægra og þar með
sennilega eldra en steinarnir. Það styrkir þá túlkun að þeir séu yngri en
veggurinn sjálfur. I lagi nr. 8 var m.a. gult múrsteinsbrot sem bendir til 18.
aldar eða seinni tíma. Lag nr. 8 er sennilega fylling í ræsi meðfram veggn-
um.
Austan við nr. 7-9 var grafin um 0,8 x 1 m breið hola og á um 1,30 m dýpi
var komið niður í holrúm (nr. 13, gröf 5) og þar fyrir neðan sást í 4 líkkistu-
lok, 3 flöt (nr. 15, 16 og 19) og eitt upphækkað (nr. 14). Kistan með upp-
hækkaða lokinu sýnist vera allvönduð smíð. Fyrir utan kisturnar voru á
tveimur stöðum mannabeinaleifar úr grindum, sem hefur verið rutt til þeg-
ar grafið var fyrir nýjum kistum (nr. 17 og 18).
Alls fundust því í þessum litla skurði leifar eftir 7 grafir og hafði tveim
verið raskað til að koma fyrir nýjum gröfum. Ljóst er því, að í þessum hluta
kirkjugarðsins hefur verið afar þétt grafið og eflaust um alllangt skeið, þó
ekki verði af þessum vitnisburði greint hversu lengi. Lítið verður sagt um
innbyrðis aldur grafanna, annað en að beinaleifarnar nr. 18 eru eldri en lrol-
rúmið nr. 13 og að höfuðkúpan nr. 17 er eldri en bæði holrúmið nr. 13 og
líkkistan nr. 16. Kistulokin eru öll í svipaðri hæð, eða á milli 10,99 og 11,19
m.y.s. og eru þær kistur því líklega allar frá svipuðu tímabili. Holrúmið er
hinsvegar sennilega yngra en allar hinar grafirnar þó ekki sé óhugsandi að
grafir frá sama tíma séu misdjúpar. Aðeins sá í austurenda kistuloksins nr.
15 í niðurgreftinum og sé hún meira en 1 metra löng, sem líklegt er ef í
henni er fullorðinn einstaklingur, þá hefur þessi gröf verið tekin áður en
veggurinn nr. 7 var byggður. Jafnvel þó að kista þessi sé aðeins um 1 metri
þá er vesturendi hennar svo fast undir austurbrún veggjarins nr. 7 að ólík-
legt verður að teljast að hann hafi verið til þegar gröfin var tekin.
Þessar vísbendingar eru ekki óyggjandi en líklegt verður samt að teljast
að þar sem kisturnar virðast allar frá svipuðum tíma þá séu þær allar
sömuleiðis eldri en veggurinn nr. 7. Botn hans gefur þá vísbendingu um
yfirborðið sem var þegar grafirnar voru teknar, og hefur það verið í um
12,20 m.y.s. Aðeins holrúmið nr. 13 gæti verið gröf sem tekin var eftir að
veggurinn nr. 7 var hlaðinn.
Upphækkuð kistulok eins og það sem fannst í nr. 14 eru innflutt tíska,
sem barst til landsins á 18. öld, og leysti á skömmum tíma kistur með flötu
loki eða stokkalagi af hólmi.17 Veggurinn nr. 7-9 er yngri en 1500, sennilega
miklu, en eldri en grjótgarðurinn nr. 3 sem er frá seinni hluta 18. aldar. Kist-