Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 113

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 113
KIRKJA OG KIRKJUGARÐUR í NESI VIÐ SELTJÖRN 117 ir (9,4 m), Lambastaðir 27 álnir (16,9 m), Eiði 12 álnir (7,5 m), Mýrarhús 9 álnir (5,6 m) og Bygggarður 24 álnir (15,1 m). Þá var ákveðið að garðurinn skyldi allur hlaðinn upp af grjóti þar sem gott lrleðslutorf fengist ekki í land- areign kirkjunnar.67 Eftir þetta er ekkert minnst á kirkjugarðinn fyrr en í biskupsvísitatíu 1791 en þá hafði garðurinn verið uppbyggður af grjóti vestanmegin og í útsuður en var annars allur sokkinn.68 Það lítur því út sem Neshverfingar hafi staðið sína plikt að mestu en aðrir bændur í sókninni ekki sinnt fortölum biskupa eða prófasta. Á kirkjugarðinn er ekki minnst oftar og er meira en líklegt að aldrei hafi verið hlaðið meira af hinum nýja grjótgarði en það sem komið var 1791 þó að þögnin um kirkjugarðinn í vísitatíum prófasts 1795 og 1796 gæti bent til að búið hafi verið að hlaða upp allan garðinn og því ekki ástæða til að minn- ast á hann frekar. Af þessu yfirliti má ráða að austur- og norðurhliðar kirkjugarðsins hafi verið hlaðnar upp um 1750 og að einhverjar viðgerðir hafi verið gerðar á kirkjugarðsveggnum á árunum 1762-69. Óvíst er þó t.d. hvort nokkuð hafi verið átt við vesturhliðina fyrr en hún og vesturhluti suðurlaliðar voru hlaðn- ar upp á árunum 1787-91. Garðurinn hafði verið talinn of lítill 1780 og biskup þá skipað að hann yrði stækkaður en ekki verður af úrskurðinum frá 1787 ráðið hvort gamli garðurinn hafði verið 192 álnir eða lrvort sú mæling miðaði við útvíkkaðan garð. Samantekt Þó að ekki hafi verið hægt að rannsaka tóftina inni á lóðinni Neströð 7 verður eftir rannsóknirnar sumarið 1995 ekki efast um að þar sé grunnur Neskirkju. Grafir hafa nú komið í ljós á þremur stöðum í kringum þessa tóft og þar sem ekki er vitað til að aðrar byggingar hafi staðið á þessum stað síð- astliðnar tvær aldir kemur vart annað til greina en að tóftin sé eftir kirkj- una. Ekki var hægt að tímasetja grafirnar sem komu í ljós í hitaveituskurð- inum 1979 og 1994, né þær sem komu í ljós syðst í garðinum 1980 en graf- irnar sem komu í ljós í skurði ND eru örugglega eldri en frá síðasta fjórð- ungi 18. aldar og það bendir til að eldri kirkjan, sú sem byggð var 1675, hafi staðið á svipuðum slóðum. Ekkert verður hinsvegar sagt um staðsetningu eldri kirkna í Nesi að svo búnu. I skurði ND komu í ljós tveir veggir og er eðlilegast að túlka þá sem kirkjugarðsveggi. Báðir hafa sömu stefnu og grafirnar og ekld eru miklar líkur á öðrum mannvirkjum á þessum stað. Veggurinn nr. 7-9 er að því er virðist yngri en grafirnar, sem fundust fast austan við hann, og þær eru á hinn bóginn ekki afargamlar, varla eldri en frá 17. öld. Það er því líklegt að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.