Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ritaðar heimildir og fornleifafræði
Þegar í fyrstu málsgrein ritdómsins skín í það sem koma skal. Guðrún
segir:„Ritheimildum er hins vegar hafnað ogað pvíer virðist fornleifum einnig, par
sem höfundur telur fornleifar vera ólieppilegar til ákvörðunar á uppruna land-
námsmanna." (bls. 185). Þetta er útúrsnúningur á orðum mínum. Hér er
nauðsynlegt að taka fram, að annarsvegar er um fornleifar að ræða og hins
vegar um forngripi; um þá síðarnefndu hef ég sagt, að þeir, með sínum
stílum og skreyti, séu yfirleitt ekki góð vísbending um uppruna þeirra
manna, sem gripina áttu á sínum tíma.
Margir gripir, ekki síst þeir sem teljast til ákveðinna stíla, ferðast í tíma og
rúmi, ganga kaupum og sölum, og skiptir þá litlu hvaðan kaupendur komu.
Gripir með t.d. baltneskum skreytingum sanna alls ekki að fólk úr balt-
nesku umhverfi hafi átt þá (þó að það hafi í sjálfu sér getað gerst).
Guðrúnu vil ég upplýsa um þá skemmtilegu staðreynd, að þríblaða
nælur í Borró-stíl, sem yfirleitt eru bendlaðar við Vestur-Skandinavíu, voru
m.a. framleiddar í miklu magni á Gotlandi. A Gotlandi hafa þær þó aldrei
fundist í kumlum eða öðru „læstu"1 umhverfi, öðru en verkstæðum þar
sem þær voru framleiddar. Þær voru nefnilega beinlínis framleiddar fyrir
Vestur-Skandinavíu, vegna þess að þar var vænlegur markaður fyrir slíkar
nælur, sbr. lögmálið um framboð og eftirspurn.2
Þær tegundir, sem á íslenskum gripum sjást, fræða okkur fyrst og fremst
um hvaða stíltegundir stóðu okkar fólki til boða og hvað var í tísku á stórum
svæðum á þessum tímum. Þeir fræða okkur hinsvegar ekkert um uppruna
landnemanna. I þessu sambandi getur verið vert að upplýsa Guðrúnu um,
að stílbreytingar þurfa alls ekki að þýða fólksflutninga eða aðrar demó-
grafískar breytingar.
Á bls. 187 hnýtir Guðrún aftur í mig varðandi ritaðar heimildir, og segir nú
að ég hafi ekki getað stillt mig um að nota þær þrátt fyrir allt; ég sé hreinlega
kominn á kafí þær áður en ég viti af. Hún nefnir sjálft nafnið á býlinu Grana-
staðir máli sínu til stuðnings, og þau munnmæli að býlið hafi lagst af í Svartadauða.
Þessu er til að svara, að ég sé ekkert athugavert við að gefa eyðibýli nafn,
þó að það sé sótt í ritaðar heimildir eða munnmæli, enda er það sérstaklega
tekið fram með öllum þeim fyrirvörum sem kunna að vera þar um.
Munnmæli og sagnir úr rituðum heimildum eru þrátt fyrir allt afar mikil-
vægur þáttur í menningarsögu þjóðarinnar; nafngiftir á eyðibýlum og sú
venja að tilgreina hvort og hvar slíkra býla sé getið í sögum, er beinlínis
hefð hér á landi, hefð sem ég sé enga ástæðu til að rjúfa.
Að auki tel ég geðfelldara að gefa eyðibýlum nöfn sem almenningi eru
töm, í stað nafna eins og Ey. 2 (Eyjafjörður, 2. landnámsbýli sem er rannsak-
að o. s. frv.). Slíkt þarf þó ekki að þýða að ritaðar heimildir hafi fengið eitt-