Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 122
126
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ég vil í þessu sambandi benda henni á skilgreiningu á hugtakinu human
ecology í bókinni The Tontana Dictionary ofModern Thought (Ed. by A. Bullock
and O. Stallybrass. Suffolk 1977). Þar hljóðar skilgreining á eftirfarandi hátt:
„An extension of zoological and botanical ECOLOGY to include man. The growth
ofhuman ecology is usually associated with sociological writing in the U.S.A. in the
1920s; it has since been widely adopted in a number ofother SOCIAL SCIENCES.
For each discipline, the distinctive character of ecological studies is the attempt to
link the structure and organization ofa human community to interactions with its
localized ENVIRONMENT." (Bls. 187).
Að auki get ég bent Guðrúnu á greinina „Ecosystem Analogies in Cultural
Ecology" eftir J.W. Bennet í bókinni „Population, Ecology, and Social Evolution"
(Chicago 1975) og bókina „Archaeology as human ecology. Method and theoryfor
a contextual approach” eftir K.W. Butzer (Cambridge 1982). Titlarnir tala strax
skýru máli. Fleiri dæmi getur hún fundið í heimildaskrá minni og kafla 1.3
Ecological archaeology, í bók minni.
Ég get ómögulega verið sammála þeirri staðhæfingu Guðrúnar, að heitið
heritage gefi í skyn arf sem þarf að varðveita. Arf þarf ekki að varðveita, hann er
varðveittur meðvitað eða ómeðvitað og um slíkan arf fjallar bók mín að hluta.
Þá er það ekki rétt hjá Guðrúnu að fyrsti hluti fjalli aðeins um landafræði,
loftslag og gróður. Ef hún les betur sér hún að einnig er fjallað urn jarðfræði,
dýrafræði, veðurfræði, eðlisfræði o. fl. og er það gert í lok fyrsta hluta, 2.
kafla. Hins vegar er þetta ekki aðalatriðið, heldur hitt, að fjallað er um vist-
fræði (ecology), bæði þá sem lýtur að náttúruvísindum og þá sem lýtur að
því hvernig manneskjan túlkar og skynjar umhverfi sitt. Við getum jafnvel
sagt að það sé vistfræði mannshugans, þar sem hinn vistfræðilegi arfur er
borinn áfram í formi tæknikunnáttu, þekkingar, hugmynda, hindurvitna,
trúarbragða o. s. frv.
Til áréttingar bendi ég á að fyrsti kafli fyrsta hluta fjallar m. a. urn vist-
fræðilega fornleifafræði (kafli 1.3), aðlögun (kafli 1.4), skynjun (kafli 1.5)
og að lokum hinn vistfræðilega arf (kafli 1.6). Síðastnefnda heitið hefur
vissulega ekki mér vitanlega verið notað áður í fornleifafræði, en það er
rökrétt afleiðing umræðu minnar í fyrri köflurn bókarinnar. Fræðiheiti eru
sem betur fer ekki verri þó að þau séu ný - þá væru vísindin í vondum
málum!
Um skreytingar, Landnámu og kuml
Um annan hluta bókarinnar, sem fjallar um kuml á Islandi, segir Guðrún
að hann sé skýrt dæmi um yfirborðslega og ónákvæma heimildanotkun,
auk óvissunnar um hver eiginleg afstaða mín sé.