Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 127

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 127
SVAR VIÐ RITDÓMI 131 um frá 130 - 1955 AD (ekki sérlega marktækt). Viðarkolasýnin voru greind sem birki og lerki, en því miður kemur ekki fram í skýrslum hvað var birki og hvað lerki. Trúverðugast er sýni, sem gaf niðurstöðuna 770-1113 AD, skv. tveimur staðalfrávikum (2 Sigma). Þá er að geta Goðatótta I. Þar voru tvær C-14 aldursgreiningar gerðar og var niðurstaða annarrar greiningarinnar 890-1270 AD með tveimur staðal- frávikum. Sýnið var úr birki (hitt var úr rekaviði og ótrúverðugt). Rústin var fjós og því ekki sambærileg við Granastaðaskálann. Þá kemur aðeins ein rúst til greina til samanburðar við Granastaði, og það eru Goðatættur II, sem var skáli. Sú rúst hafði veggi úr torfi, þó þannig að víða neðst var einföld röð af steinum. Að öðru leyti voru veggir úr hreinu torfi. Goðatættur II eru C-14 aldursgreindar til tímabilsins 880-1260 AD með tveimur staðalfrávikum. Uppruninn Þá gerir Guðrún afar lítið úr samanburði mínum á íslenskum landnáms- bæjum við Norður-Noreg eins og ég hafi ekki sjálfur nefnt þá bagalegu stöðu, að hafa ekki úr meiru að moða þaðan hvað varðar rannsóknir á bæjarhúsum. Nóg er hins vegar af kumlum í Norður-Noregi til að geta staðfest að íslensk kuml eru mun líkari kumlum í Norður-Noregi en þeim sem fundist hafa í Suðvestur-Noregi. Þetta ætti Guðrún að vita. Þegar ég skrifaði bókina (henni var lokið 1992), þá höfðu ekki birst neinar ritgerðir um fullrannsökuð býli frá víkingaöld í Norður-Noregi. Hins vegar bentu allir könnunaruppgreftir, forrannsóknir og aðrir minni háttar upp- greftir til þess, að veggir væru ætíð úr torfi. Síðan þá hefur höfðingjabýlið Borg á Lofoten, stærsta víkingaaldarhús á Norðurlöndum, verið fullgrafið og niðurstöður birtar, og það var eins og vænta mátti með hreina torfveggi. Guðrún segir að það sé aðallega þrennt, sem ég telji sýna fram á norður- norskan uppruna, en það er gerð húsveggja, efnahagur fólksins og tækni. Þetta verður að teljast töluverð einföldun á umfjöllun minni. í fyrsta hluta bókarinnar er m. a. umræða um vistræna hegðun manna, hvernig vænta megi að þeir hegði sér í nýju landi, hvaða þættir stýra vali þeirra á bústað og hvernig þeir túlka það sem þeir sjá, bæði í „gamla" landinu og því „nýja." Röksemdafærslan sýnir, að ekki er loku fyrir það skotið, að fólkið á Granastöðum hafi komið úr norður-norsku umhverfi. Hinn vistfræðilegi arfur Granastaðafólksins gat því hafa verið upprunninn í Norður-Noregi. I öðrum kafla bókarinnar ræði ég kumlin íslensku og kemst að því að þau líkjast í heild sinni einna helst norður-norskum kumlum; þetta á einkum við um kuml, sem fundist hafa á Norður- og Austurlandi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.