Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Sú staðreynd, að veggjagerð á Granastöðum, jarðhýsið, efnahagur,
(tinnu)-tækni, kumlið og umhverfi er líkast því sem gerist í Norður-Noregi,
segir mér að trúlegast sé hinn vistfræðilegi arfur upprunninn þar.
Trúlega er Norður-Noregur mikilvægari fyrir íslenska sögu en áður hefur
verið viðurkennt, þó að þar með séu önnur svæði í Norður-Evrópu ekki úti-
lokuð frá umræðunni. Tengsl við slík svæði verður þó að staðfesta með rann-
sóknum og þeir tveir staðir, sem virðast vera nokkuð sér á parti, Papey og Vest-
mannaeyjar, geta einmitt verið dæmi um slík tengsl. Varðandi Vestmannaeyjar
er því einmitt haldið fram að upprunann sé að rekja til Suðvestur-Noregs.
Reykhúsið
Að lokum langar mig til að fjalla eilítið um Rúst 9B að Granastöðum, sem
ég túlkaði sem reykhús. Þá erum við nefnilega komin að túlkunarferli forn-
leifafræðinnar, sem getur verið býsna flókið á köflum. Oft er það sá þáttur
fræðanna sem mest er tekið eftir og mest er vitnað til í fjölmiðlum. Um þetta
tiltekna hús segir Guðrún eftirfarandi:
"Bjarni túlkar hús 9B sem reykhús á þeim forsendum að í því var ofn, það sem
hann kallar pole-holes, en engar matarleifar ogfáir fundir. Ekki er Ijóst hvernig þrjú
síðastnefndu atriðin styðja þessa túlkun. Að útiloka þann möguleika að húsið hafi
verið eldhús á þeim forsendum að ekki séu nein séreldhús þekkt frá fyrstu byggð á
Islandi (bls. 85) er rangt. Má þar benda bæði á hús III í Vestmannaeyjum og her-
bergi V á yngsta planinu á Isleifsstöðum í Borgarfirði. Sú túlkun Bjarna að hús 9B
sé reykhús er að því er virðist ekki byggð á neinum fornleifafræðilegum rökum, held-
ur virðist hún eiga að styðja kenninguna um uppruna Granastaðabúa í Norður-
Noregi (sjá síðar)." (Bls. 188).
Hér fer Guðrún nokkuð frjálslega með staðreyndir. Eldhúsin tvö, sem
Guðrún vísar í, eru afar vafasöm. Um hús III í Vestmannaeyjum
(Herjólfsdal) má segja eftirfarandi. Húsið er ekki afdráttarlaust eldhús, þó
að höfundur telji það þó einna helst hafa verið meginhlutverk þess (dom-
inarande funktionf út frá fjölda seyða í gólfinu (þrír seyðir sem virðast hafa
verið í notkun samtímis og því varla hægt að gera nokkuð annað í húsinu
á meðan). Húsið er ekki fullkomlega frístandandi (séreldhús eins og Guðrún
ranglega kallar það, en í mínum texta er sagt „free-standing houses" bls. 85)
sbr. teikningar og húsið er ekki aldursgreint sem víkingaaldarhús.
I húsi III fundust margir gripir sem vel hefðu sómt sér í venjulegum
skála, en það er álit mitt að húsið sé einna helst skáli. Athyglisvert er að
aðeins 76 gr. af beinum fundust í húsinu, mest óbrennd. Aðrir fundir voru
brýni, brot úr klébergsgrýtu, tvö brot úr kvarnarsteini, brot úr kolu og 29 gr.
af járni.