Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 128

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 128
132 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Sú staðreynd, að veggjagerð á Granastöðum, jarðhýsið, efnahagur, (tinnu)-tækni, kumlið og umhverfi er líkast því sem gerist í Norður-Noregi, segir mér að trúlegast sé hinn vistfræðilegi arfur upprunninn þar. Trúlega er Norður-Noregur mikilvægari fyrir íslenska sögu en áður hefur verið viðurkennt, þó að þar með séu önnur svæði í Norður-Evrópu ekki úti- lokuð frá umræðunni. Tengsl við slík svæði verður þó að staðfesta með rann- sóknum og þeir tveir staðir, sem virðast vera nokkuð sér á parti, Papey og Vest- mannaeyjar, geta einmitt verið dæmi um slík tengsl. Varðandi Vestmannaeyjar er því einmitt haldið fram að upprunann sé að rekja til Suðvestur-Noregs. Reykhúsið Að lokum langar mig til að fjalla eilítið um Rúst 9B að Granastöðum, sem ég túlkaði sem reykhús. Þá erum við nefnilega komin að túlkunarferli forn- leifafræðinnar, sem getur verið býsna flókið á köflum. Oft er það sá þáttur fræðanna sem mest er tekið eftir og mest er vitnað til í fjölmiðlum. Um þetta tiltekna hús segir Guðrún eftirfarandi: "Bjarni túlkar hús 9B sem reykhús á þeim forsendum að í því var ofn, það sem hann kallar pole-holes, en engar matarleifar ogfáir fundir. Ekki er Ijóst hvernig þrjú síðastnefndu atriðin styðja þessa túlkun. Að útiloka þann möguleika að húsið hafi verið eldhús á þeim forsendum að ekki séu nein séreldhús þekkt frá fyrstu byggð á Islandi (bls. 85) er rangt. Má þar benda bæði á hús III í Vestmannaeyjum og her- bergi V á yngsta planinu á Isleifsstöðum í Borgarfirði. Sú túlkun Bjarna að hús 9B sé reykhús er að því er virðist ekki byggð á neinum fornleifafræðilegum rökum, held- ur virðist hún eiga að styðja kenninguna um uppruna Granastaðabúa í Norður- Noregi (sjá síðar)." (Bls. 188). Hér fer Guðrún nokkuð frjálslega með staðreyndir. Eldhúsin tvö, sem Guðrún vísar í, eru afar vafasöm. Um hús III í Vestmannaeyjum (Herjólfsdal) má segja eftirfarandi. Húsið er ekki afdráttarlaust eldhús, þó að höfundur telji það þó einna helst hafa verið meginhlutverk þess (dom- inarande funktionf út frá fjölda seyða í gólfinu (þrír seyðir sem virðast hafa verið í notkun samtímis og því varla hægt að gera nokkuð annað í húsinu á meðan). Húsið er ekki fullkomlega frístandandi (séreldhús eins og Guðrún ranglega kallar það, en í mínum texta er sagt „free-standing houses" bls. 85) sbr. teikningar og húsið er ekki aldursgreint sem víkingaaldarhús. I húsi III fundust margir gripir sem vel hefðu sómt sér í venjulegum skála, en það er álit mitt að húsið sé einna helst skáli. Athyglisvert er að aðeins 76 gr. af beinum fundust í húsinu, mest óbrennd. Aðrir fundir voru brýni, brot úr klébergsgrýtu, tvö brot úr kvarnarsteini, brot úr kolu og 29 gr. af járni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.