Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 129
SVAR VIÐ RITDÓMI
133
Við herbergi V á ísleifsstöðum er þetta að athuga. Höfundur segir að ef
hann eigi að þora að giska á hlutverk hússins, giski hann á eldhús ("Skulle
man vdga en gissning, har rum V varit eldhus...").6 Húsið var ekki frístandandi,
heldur fast upp að skálanum eða sambyggt honum. I því fundust 2 brýni,
meintur kljásteinn og járnbútur. Ekkert er talað um bein. Ég tel húsið hafa
þjónað sama tilgangi og hús 9B að Granastöðum, sem er reykhús.
Af hverju tel ég hús 9B að Granastöðum vera reykhús en ekki eitthvað
annað?
Guðrún nefnir aðeins fjögur atriði: ofn, pole-holes, engar matarleifar og
fáir fundir (sjá ofangreinda tilvísun). En fleiri atriði eru nefnd í bók minni.
Meðal annars var ekki innangengt úr skálanum í reykhúsið, sem vænta
hefði mátt með alla þá reykmyndun í huga sem stafar af hlutverki hússins.
Annað atriði er flóknara, en það er að einhvern veginn hlýtur heimilisfólk-
ið að Granastöðum að hafa leyst geymsluvandamál matvæla. Ekki fundust
nein merki um sái (súrmeti). Hægt er að ganga út frá því sem vísu að matur
hafi verið geymdur innandyra og sennilegt er að þurrkun á kjöti hafi verið
heppileg aðferð.
Reyking er í raun afbrigði af þurrkun og þar sem reyking fer fram er
varla hægt að vera dagsdaglega, hvorki við vinnu né snæðing. Því er heppi-
legt að hafa engar dyr milli skálans og reykhússins og að hafa gólf reyk-
hússins hærra en gólf skálans.
Fáir gripir fundust í húsinu og nánast engin bein (sjá fundaskrá bls. 83 og
mynd af beinadreifingu bls. 133). Að lokum bendi ég á að tvö eldhús eru
þegar talin vera í tengslum við skálann að Granastöðum, en það eru herbergi
9A:I og hús 9C. Úr báðum var innangengt í skálann, í báðum fannst mikið af
beinum og annað þeirra lá neðar en sjálfur skálinn (þetta tel ég vera til að
varðveita hitann sem hlýst af matseldinni). A bls. 120 ræði ég nánar þessi mál
og bendi á þá staðreynd að engir seyðir hafa fundist að Granastöðum, engin
brot úr klébergi né öðrum ílátum, svo sem leirílátum.
Þessir þættir benda til þess að þurrkun/reyking hafi verið algeng, því
ekki var maturinn soðinn í seyðum og ekki fundust merki um klébergsgrýt-
ur eða önnur álíka ílát. Með alla þessa þætti í huga, sem vissulega eru forn-
leifafræðileg rök, kemst ég aðeins að einni niðurstöðu: Hús 9B er reykhús.
Lokaorð
Guðrún situr föst í viðjum sagnahyggjunnar og það villir henni sýn. I
sjálfu sér er það ekki undarlegt, þegar bakgrunnur hennar er athugaður, en
hún er íslenskufræðingur frá Háskóla Islands og hélt síðar til Englands í
framhaldsnám í fornleifafræðum.