Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 130

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Page 130
134 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Illt þykir mér hve flausturslega hún hefur lesið bókina og túlkað margt á annan veg en efni standa til. Verra er þó, að hjá henni örlar oft á van- þekkingu á viðfangsefninu. Vera má, að textinn í bók minni sé ögrandi og niðurstöðurnar einnig og það kann að valda mönnum einhverjum sárind- um. Við öðru bjóst ég reyndar ekki - það líðst ekki hverjum sem er að höggva á gamla hnúta og bjóða gömlum kreddum birginn. Það sem Guðrún telur athyglisverðast við bókina er þriðji hluti hennar, en hann er kynning, (já kynning), á rannsóknargögnum Granastaðaupp- graftarins árin 1987-1991. Þessi hluti er þó sá, sem að mínu viti verðskuldar síst að kallast sá athyglisverðasti, og það hefur einnig verið álit erlendra starfsbræðra minna. En þessi hluti er þó að vísu bráðnauðsynlegur. Hjarta bókarinnar er hins vegar fyrsti hlutinn, en þar er farið í gegnum hugmyndafræðilegar og heimspekilegar forsendur rannsóknarinnar, til- gangur hennar og tilgátur kynntar. Sú staðreynd að Guðrún telur þriðja hlutann merkilegastan (minnst lakan) sýnir að hún hefur hreinlega ekki skilið fyrsta hlutann, enda fjallar hún nánast ekkert um hann, og þá er ekki nema von að allt fari í hringi fyrir augum hennar, og samhengi hlutanna gangi henni úr greipum.. Afstaða Guðrúnar er fullneikvæð og afar óuppbyggileg. Töluvert er af óþarfa púðurskotum, eins og þegar hún kallar kurnl að Granastöðum „fyrir- bæri sem Bjarni telur hafa verið gröf". (Bls. 188). Sama máli gegnir þegar hún segir að það vanti uppdrætti af húsum (bls. 188.; hún hlýtur að eiga við hús 16 og 17), vitandi vits að þau voru aðeins könnuð með þverskurði en voru að öðru leyti ósýnileg á yfirborðinu (hún getur varla krafist teikninga af slíku). Flatarmálsteikningar og snið úr skurð- um eru þó birtar. Eins vil ég nefna innskot hennar, sem ég hef fjallað um hér að framan, þess efnis að yfirlit mitt yfir landnámskenningar hafi verið sjálfvalið og ég taki ekki fram að um heiðnar grafir hafi verið að ræða í umfjöllun minni o. s. frv. Þessum atriðum er skotið inn til að krydda hina neikvæðu umfjöllun og eiga kannski að vera eilítið fyndin. Verst er, að þau eru beinlínis villandi og röng og þjóna engum tilgangi öðrum en þeim að villa um fyrir lesandan- um og gera ritverk mitt tortryggilegt - en slík vinnubrögð sýna í raun og veru hve illa hún hefur sjálf unnið sína heimavinnu. Tilvísanir og athugagreinar 1 Með læstu umhverfi er átt við að gripurinn finnist í mannvistarlagi eða mannvirki sem ekki hefur verið raskað eftir að það myndaðist og það er hægt að aldursgreina út frá öðrum gripum eða náttúruvísindalegum aðferðum svo sem C-14 eða gjósku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.