Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Blaðsíða 130
134
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Illt þykir mér hve flausturslega hún hefur lesið bókina og túlkað margt á
annan veg en efni standa til. Verra er þó, að hjá henni örlar oft á van-
þekkingu á viðfangsefninu. Vera má, að textinn í bók minni sé ögrandi og
niðurstöðurnar einnig og það kann að valda mönnum einhverjum sárind-
um. Við öðru bjóst ég reyndar ekki - það líðst ekki hverjum sem er að höggva
á gamla hnúta og bjóða gömlum kreddum birginn.
Það sem Guðrún telur athyglisverðast við bókina er þriðji hluti hennar,
en hann er kynning, (já kynning), á rannsóknargögnum Granastaðaupp-
graftarins árin 1987-1991. Þessi hluti er þó sá, sem að mínu viti verðskuldar
síst að kallast sá athyglisverðasti, og það hefur einnig verið álit erlendra
starfsbræðra minna. En þessi hluti er þó að vísu bráðnauðsynlegur.
Hjarta bókarinnar er hins vegar fyrsti hlutinn, en þar er farið í gegnum
hugmyndafræðilegar og heimspekilegar forsendur rannsóknarinnar, til-
gangur hennar og tilgátur kynntar. Sú staðreynd að Guðrún telur þriðja
hlutann merkilegastan (minnst lakan) sýnir að hún hefur hreinlega ekki
skilið fyrsta hlutann, enda fjallar hún nánast ekkert um hann, og þá er ekki
nema von að allt fari í hringi fyrir augum hennar, og samhengi hlutanna
gangi henni úr greipum..
Afstaða Guðrúnar er fullneikvæð og afar óuppbyggileg. Töluvert er af
óþarfa púðurskotum, eins og þegar hún kallar kurnl að Granastöðum „fyrir-
bæri sem Bjarni telur hafa verið gröf". (Bls. 188).
Sama máli gegnir þegar hún segir að það vanti uppdrætti af húsum (bls.
188.; hún hlýtur að eiga við hús 16 og 17), vitandi vits að þau voru aðeins
könnuð með þverskurði en voru að öðru leyti ósýnileg á yfirborðinu (hún
getur varla krafist teikninga af slíku). Flatarmálsteikningar og snið úr skurð-
um eru þó birtar.
Eins vil ég nefna innskot hennar, sem ég hef fjallað um hér að framan,
þess efnis að yfirlit mitt yfir landnámskenningar hafi verið sjálfvalið og ég
taki ekki fram að um heiðnar grafir hafi verið að ræða í umfjöllun minni o.
s. frv. Þessum atriðum er skotið inn til að krydda hina neikvæðu umfjöllun
og eiga kannski að vera eilítið fyndin. Verst er, að þau eru beinlínis villandi
og röng og þjóna engum tilgangi öðrum en þeim að villa um fyrir lesandan-
um og gera ritverk mitt tortryggilegt - en slík vinnubrögð sýna í raun og
veru hve illa hún hefur sjálf unnið sína heimavinnu.
Tilvísanir og athugagreinar
1 Með læstu umhverfi er átt við að gripurinn finnist í mannvistarlagi eða mannvirki sem
ekki hefur verið raskað eftir að það myndaðist og það er hægt að aldursgreina út frá
öðrum gripum eða náttúruvísindalegum aðferðum svo sem C-14 eða gjósku.