Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 135

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Síða 135
ÁRSSKÝRSLA 1995 139 Magnússonar. Voru sérsöfn færð í geymsluna og er þeirra fyrirferðamest Ásbúðarsafn en sam- fara flutningi er farið ítarlega yfir skrár safnanna. Þessir starfsmenn önnuðust einnig aliar framkvæmdir í geymslunni og er þar afar góð regla á gripum en aðkoma er afar slæm að geymslunni og þarf að leita til Samskipa um allan þungaflutning þangað og þaðan. Utlán safngripa á sýningar innan lands og utan Sífellt færist í aukana að önnur söfn og stofnanir fái muni lánaða úr Þjóðminjasafni til sýn- ingar. Á árinu voru fjórir hlutir úr safninu á sýningu í Borgarminjasafni Stokkhólms um rúnir og rúnaletur. Hluti sýningarinnar „Leiðin til lýðveldis" var sett upp í Safnahúsinu á Sauðárkróki í júní. Nokkrir starfsmenn Þjóðskjalasafns Islands dvöldust á Sauðárkróki við uppsetningu hennar auk safnstjóra en Sigríður Sigurðardóttir frá Byggðasafni Skagfirðinga vann einnig að uppsetn- ingu. Byggðasafn Hafnarfjarðar fékk að láni muni úr Norska safninu á sýningu í Smiðjunni sem haldin var um sumarið. Byggðasafn Borgarfjarðar fékk að láni prentmót úr Beitistaða- og Leir- árgarðaprentsmiðjum á sýningu um prentiðn sem sett var upp í Borgarnesi. Hið íslenska byssuvinafélag hélt sýningu í Laugardalshöll í október og fékk nokkrar gaml- ar byssur úr safninu að láni á sýninguna. Fundur þjóðminjavarða Norðurlanda var haldinn í Borgarnesi 18. og 19. maí. Sóttu hann auk þjóðminjavarða aðstoðarmenn þeirra. Af Islands hálfu sóttu hann auk þjóðminjavarðar Guðmundur L. Hafsteinsson og Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson frá Þjóðminjasafni, einnig að hluta Þórunn Hafstein deildarstjóri í menntamálaráðuneyti og Helgi Þorláksson frá þjóðminja- ráði. Eftir fundinn var farin kynningarferð um Snæfellsnes og bauð Stykkishólmsbær þátttak- endum til kvöldverðar. Var og farið að Þingvöllum, Gullfossi og Geysi. Hafin var vinna við stefnumörkun Þjóðminjasafns og þjóðminjavörzlunnar og var Run- ólfur Smári Steinþórsson dósent við Háskóla Islands fenginn til að stýra verkinu en starfsmenn taka þátt í því eftir föngum jafnframt því sem þjóðminjaráð hefur mikið fjallað um stefnumót- unina. Menntamálaráðherra ákvað, að Þórhallur Vilmundarson, sem hefur verið forstöðumaður Örnefnastofnunar Þjóðminjasafns frá upphafi, skyldi veita henni forstöðu áfram til miðs árs 1997. Farskóli safnmanna var haldinn á Akureyri 6.-9. september og sóttu hann ýmsir starfsmenn Þjóðminjasafns og starfsmenn flestra byggða- og minjasafna landsins. Safnstjóri á sæti í undirbúningsnefnd um sýningu um Margréti 1. Danadrottningu og Kalmar- sambandið sem haldin verður í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Noregi 1997-1998, til skiptis í löndunum. Sýningin verður kostuð af Norræna menningarmálasjóðnum og Norrænu ráðherra- nefndinni en Þjóðminjasafn Dana annast gerð hennar að öllu leyti. í undirbúningi er sýning um kirkjur og kirkjulist á miðöldum í Noregi og á íslandi. Norsk- íslenski menningarsjóðurinn leggur fé til hennar auk fleiri verkefna í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Undirbúningur hennar er í höndum Norsk Institutt for Kulturminneforskning og Þjóðminjasafns íslands og eiga Þóra Kristjánsdóttir, Þór Magnússon og Lilja Árnadóttir sæti í undirbúningsnefnd af íslands hálfu en Ola Storsletten, Erla Hohler og Ketil Kiran fyrir hönd Norðmanna. Sýningin verður opnuð fyrst á Islandi vorið 1997 og eftir það á að minnsta kosti þremur stöðum í Noregi. Þóra sótti námsstefnu í Björgvin af þessu tilefni 24.-25. janúar. Að venju fóru þjóðminjavörður og aðrir starfsmenn margar ferðir innanlands margvíslegra erinda í þágu safnsins og þjóðminjavörzlunnar, margar einnig vegna byggða- og minjasafna. Ekki verða þær taldar hér en sumra hinna helztu er getið í umfjöllun um deildir. Skal þó nefnt, að Sturla Böðvarsson formaður þjóðminjaráðs og þjóðminjavörður heimsóttu söfn og ýmsa minjastaði á Suður-, Austur- og Norðurlandi 2.-6. júlí. Áttu þeir viðræður og fundi víða með ráðamönnum safnanna. Þóra Kristjánsdóttir skráði ásamt Margréti Gísladóttur kirkjugripi í 7 kirkjum í Árnessýslu og víðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.