Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Side 138
142
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ivar Brynjólfsson sótti í maí námsstefnu á vegum Konservatorskolen í Kaupmannahöfn um
varðveizlu og viðgerðir ljósmynda og í framhaldi af henni ráðstefnu á vegum ICOM.
María Karen vann lokaritgerð sína við Konservatorskolen á myndadeildinni, um plötusafn
Jóns Kaldals. Jafnframt tók hún út geymslur deildarinnar og benti á margt sem betur mætti
fara. Var í kjölfarið ýmislegt lagfært í vistun og frágangi. Jafnframt voru settar reglur um Boga-
geymslu og umgangur þar takmarkaður.
Deildin hefur nú umsjón með skyggnusafni Þjóðminjasafnsins, þar sem eru einkum mynd-
ir frá vinnuferðum og fornleifarannsóknum starfsmanna.
Forvörzludeild. Margrét Gxsladóttir deildarstjóri vann í upphafi ársins að skráningu og pökk-
un gripa í fornaldarsal og síðan að vandlegri hreinsun sýningarsala, geymslna og Bogasalar og
að undirbúningi opnunar safnsins á ný. Endurnýjaði hún allar gínur, lagfærði búninga og setti
þá upp á ný og hreinsaði áklæði og ábreiður í sýningarsölum með hjálp gæzlukvenna. Margir
gripir voru settir í geymslur vegna grisjunar í sölum. Þá vann hún ásamt Steinþóri Sigurðssyni
að uppsetningu sýningar mannamynda í Bogasal svo og að uppsetningu jólasýningar þar
ásamt Lilju Árnadóttur safnstjóra og Árna Guðmundssyni húsverði.
Margrét forvarði á árinu rekkjurefil Þjms. 161, textílleifar frá uppgreftinum á Stóru-Borg og
patínudúk frá Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Þá leiðbeindi hún á námskeiði fyrir meðhjálpara og kirkjuverði í Reykjavíkurprófastsdæmi
um meðferð kirkjutextíla. Hún aðstoðaði og starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri við frágang á
textílum í geymslu og sýningarsölum og fór ásamt Þóru Kristjánsdóttur skráningarferð um
kirkjur í Árnessýslu.
Hún saumaði tjöld fyrir ljósmyndadeild og fyrir glugga í sýningarsölum safnsins og setti
mannabein frá Skeljastöðum í nýjar umbúðir.
Halldóra Ásgeirsdóttir var í veikindaleyfi í upphafi ársins, en síðan merkti hún alla hluti í
fornaldarsal fyrir enduropnun, hreinsaði minningartöflur og grafskriftir og hluti úr sýningar-
sölum og bjó um hluti þaðan til geymslu. Hún tölvuskráði sérsöfn og gekk frá nokkrum þeirra
til geymslu. Um haustið forvarði hún gripi úr hinu ríkulega kumli frá Eyrarteigi sem margir
voru vandmeðfarnir. Var verkinu ekki lokið um áramót.
Kristín H. Sigurðardóttir var tímabundið í launalausu leyfi vegna rannsóknar sinnar á forn-
um járngripum og var við rannsóknir í London í maí og júní, einnig í september-október og
nóvember-desember. Hún sótti fund Stjórnar endurmenntunarsjóðs norrænna forvarða í
Kaupmannahöfn 20.-21. maí og ráðstefnu málmvinnsluhóps í ICOM í Semur en Auxois í
Frakklandi 25.-28. september svo og ráðstefnuna Ireland and Scandinavia in early Viking age
í Dyflinni 18.-21. október. Hún vann að skráningu og frágangi á ljósmyndum, hreinsaði silfur-
hluti og aðra málmgripi í sýningarsölum fyrir enduropnun safnsins og gerði sérstaka skrá um
þá.
Kristín flutti fyrirlestur um forvörzlu fyrir sagnfræðinema við Háskóla Islands. Þá kannaði
hún forna járnvinnslustaði í Fnjóskadal og leiðbeindi um meðferð tveggja fornra fallbyssna,
sem fundust í Grundarfirði.
Rannís veitti forvörzludeild styrk til kaupa á sýnasmásjá og keyptur var búnaður við hana
til myndatöku, svo og sérstök myndavél og skjalaskápur og þrjú hjólaborð.
Safnkennsla. Vegna lokunar safnsins á vormisseri vann safnkennari þá við önnur störf í
safninu, einkum við að tölvuskrá safngripi og við nýja uppsetningu sýninga. Eftir að opnað
var á ný vann hann við að útbúa skrá þar sem sýningargripir eru auðkenndir með safnnúmeri.
Skráin er í möppum með ljósmyndum af sýningarsvæði og að auki sett inn á tölvu.
Á haustönn hófust heimsóknir skólanema á ný. Komu þá 4117 nemendur í 189 hópum,
einkum úr 5. bekk, og fylgdu kennarar nemendum. Um 1500 nemendur sóttu Sjóminjasafnið
og rúmlega 200 Nesstofusafn, komu því alls um 6400 nemendur í öll söfnin.
í boði voru þrjú verkefni, fyrir 1.-3. bekk, 3.-4. bekk og síðan landnám Islands fyrir 5. bekk.
Verkefnin voru byggð á gömlum grunni en voru endurgerð með nýjum sýningum. Einnig
voru verkefni í Sjóminjasafni og Nesstofusafni. Á haustönn var nemendum sem komu í Þjóð-
minjasafnið gefinn einn aðgöngumiði handa fullorðnum og notfærðu sér hann margir.