Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 138
142 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Ivar Brynjólfsson sótti í maí námsstefnu á vegum Konservatorskolen í Kaupmannahöfn um varðveizlu og viðgerðir ljósmynda og í framhaldi af henni ráðstefnu á vegum ICOM. María Karen vann lokaritgerð sína við Konservatorskolen á myndadeildinni, um plötusafn Jóns Kaldals. Jafnframt tók hún út geymslur deildarinnar og benti á margt sem betur mætti fara. Var í kjölfarið ýmislegt lagfært í vistun og frágangi. Jafnframt voru settar reglur um Boga- geymslu og umgangur þar takmarkaður. Deildin hefur nú umsjón með skyggnusafni Þjóðminjasafnsins, þar sem eru einkum mynd- ir frá vinnuferðum og fornleifarannsóknum starfsmanna. Forvörzludeild. Margrét Gxsladóttir deildarstjóri vann í upphafi ársins að skráningu og pökk- un gripa í fornaldarsal og síðan að vandlegri hreinsun sýningarsala, geymslna og Bogasalar og að undirbúningi opnunar safnsins á ný. Endurnýjaði hún allar gínur, lagfærði búninga og setti þá upp á ný og hreinsaði áklæði og ábreiður í sýningarsölum með hjálp gæzlukvenna. Margir gripir voru settir í geymslur vegna grisjunar í sölum. Þá vann hún ásamt Steinþóri Sigurðssyni að uppsetningu sýningar mannamynda í Bogasal svo og að uppsetningu jólasýningar þar ásamt Lilju Árnadóttur safnstjóra og Árna Guðmundssyni húsverði. Margrét forvarði á árinu rekkjurefil Þjms. 161, textílleifar frá uppgreftinum á Stóru-Borg og patínudúk frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Þá leiðbeindi hún á námskeiði fyrir meðhjálpara og kirkjuverði í Reykjavíkurprófastsdæmi um meðferð kirkjutextíla. Hún aðstoðaði og starfsfólk Minjasafnsins á Akureyri við frágang á textílum í geymslu og sýningarsölum og fór ásamt Þóru Kristjánsdóttur skráningarferð um kirkjur í Árnessýslu. Hún saumaði tjöld fyrir ljósmyndadeild og fyrir glugga í sýningarsölum safnsins og setti mannabein frá Skeljastöðum í nýjar umbúðir. Halldóra Ásgeirsdóttir var í veikindaleyfi í upphafi ársins, en síðan merkti hún alla hluti í fornaldarsal fyrir enduropnun, hreinsaði minningartöflur og grafskriftir og hluti úr sýningar- sölum og bjó um hluti þaðan til geymslu. Hún tölvuskráði sérsöfn og gekk frá nokkrum þeirra til geymslu. Um haustið forvarði hún gripi úr hinu ríkulega kumli frá Eyrarteigi sem margir voru vandmeðfarnir. Var verkinu ekki lokið um áramót. Kristín H. Sigurðardóttir var tímabundið í launalausu leyfi vegna rannsóknar sinnar á forn- um járngripum og var við rannsóknir í London í maí og júní, einnig í september-október og nóvember-desember. Hún sótti fund Stjórnar endurmenntunarsjóðs norrænna forvarða í Kaupmannahöfn 20.-21. maí og ráðstefnu málmvinnsluhóps í ICOM í Semur en Auxois í Frakklandi 25.-28. september svo og ráðstefnuna Ireland and Scandinavia in early Viking age í Dyflinni 18.-21. október. Hún vann að skráningu og frágangi á ljósmyndum, hreinsaði silfur- hluti og aðra málmgripi í sýningarsölum fyrir enduropnun safnsins og gerði sérstaka skrá um þá. Kristín flutti fyrirlestur um forvörzlu fyrir sagnfræðinema við Háskóla Islands. Þá kannaði hún forna járnvinnslustaði í Fnjóskadal og leiðbeindi um meðferð tveggja fornra fallbyssna, sem fundust í Grundarfirði. Rannís veitti forvörzludeild styrk til kaupa á sýnasmásjá og keyptur var búnaður við hana til myndatöku, svo og sérstök myndavél og skjalaskápur og þrjú hjólaborð. Safnkennsla. Vegna lokunar safnsins á vormisseri vann safnkennari þá við önnur störf í safninu, einkum við að tölvuskrá safngripi og við nýja uppsetningu sýninga. Eftir að opnað var á ný vann hann við að útbúa skrá þar sem sýningargripir eru auðkenndir með safnnúmeri. Skráin er í möppum með ljósmyndum af sýningarsvæði og að auki sett inn á tölvu. Á haustönn hófust heimsóknir skólanema á ný. Komu þá 4117 nemendur í 189 hópum, einkum úr 5. bekk, og fylgdu kennarar nemendum. Um 1500 nemendur sóttu Sjóminjasafnið og rúmlega 200 Nesstofusafn, komu því alls um 6400 nemendur í öll söfnin. í boði voru þrjú verkefni, fyrir 1.-3. bekk, 3.-4. bekk og síðan landnám Islands fyrir 5. bekk. Verkefnin voru byggð á gömlum grunni en voru endurgerð með nýjum sýningum. Einnig voru verkefni í Sjóminjasafni og Nesstofusafni. Á haustönn var nemendum sem komu í Þjóð- minjasafnið gefinn einn aðgöngumiði handa fullorðnum og notfærðu sér hann margir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.