Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 142

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 142
146 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Gert var við hleðslur undir suðurhlið Kirkjuhvammskirkju um haustið og steyptar undir- stöður þeirra. Gluggar á suðurhlið og hurð voru tekin úr til viðgerðar. Bragi Skúlason hjá Tré- smiðjunni Borg á Sauðárkróki vann smíðaverk en Helgi Sigurðsson og Jón Arnar Magnússon hlóðu sökkul. Orn Guðjónsson málaði kirkjuna að utan og greiddi sóknarnefnd Hvammstanga- kirkju það verk, 400 þús. kr. Minni háttar viðgerðir voru í Glaumbæ, einkum á suðurdyragangi og veggjum í bæjargöng- um. Helgi Sigurðsson hleðslumaður vann það verk. Á Stóru-Ökrum voru grind í stofu og torfhleðslur lagfærð. í Nýja bæ á Hólum voru veggir og þekja lagfærð. Smíöahúsið á Skipalóni var tjargað og gluggar málaðir. Kristján Pétursson annaðist verkið. í Laufási var lokið viðgerð skemmu, gert við grind og þil og húsið tyrft, og gert við veggi milli dúnhúss og skemmu. Kristinn Pétursson og samstarfsmenn unnu smíðaverkið en Helgi Sigurðsson torfverk. Á Þverá í Laxárdal var mjólkurhús endurhlaðið frá grunni og þakið að nýju. Lækurinn um húsið var lagður í rör en rennur sem áður opinn í gegn. Verkið var unnið undir stjórn þeirra Áskels Jónassonar og Bergsteins Gunnarssonar. Einnig var unnið áfram að viðgerð fjárhúss og hlöðu vestan bæjarins. Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga og Húsafriðunarnefnd styrktu það verk. Á Grenjaðarstað var umfangsmikil viðgerð á búri. Þekjan var tekin ofan, vegghleðslur lag- færðar og grind rétt og löguð. Þakljórar voru endursmíðaðir og dúkur settur undir torf á þekju. Dúkur var einnig settur á göng og suður fyrir þau til varnar vatnsleka. Verkið var unnið undir stjórn Bergsteins Gunnarssonar. Á Sauðanesi á Langanesi var lokið smíði glugga og þeir settir í ásamt hurðakörmum. Kjall- aratröppur voru lagaðar og gengið frá múr við glugga. Dregið var í hleðslur að innan og er því verkið nær lokið. Yfirsmiður er Jóhannes Jónsson á Brúarlandi, en múrverk unnu Aðalsteinn Maríusson og Björn Ottósson. Héraðsnefnd Norður-Þingeyinga lagði 500.000 kr. til fram- kvæmda eins og undanfarin ár og heimamenn unnu í sjálfboðavinnu við húsið. Á Burstarfelli var unnið að endurhleðslu fjósveggjar og þekjur allar voru lagfærðar. Þurrk- lögn var lögð út fyrir bæjarhúsin. Hallgrímur Helgason á Vopnafirði hafði umsjón með verk- inu. Á Sðmastöðum við Reyðarfjörð var þakið á gamla húsinu tjargað en öðrum framkvæmdum frestað að sinni. Á Teigarhorni var gert við þakklæðningu gamla íbúðarhússins og það síðan klætt pappa. Upphaflegur þakgluggi var settur á sinn stað. Magnús Sveinbjörnsson hlóð skorstein en Gunnar Bjarnason sá um smíðaverk með sínum mönnum. Umfangsmikilli viðgerð lauk á austurstafni Hofskirkju í Öræfum og voru grind, gluggar og klæðning endurnýjuð. Gunnar Bjarnason og hans menn unnu verkið. Sóknarnefnd Hofs- kirkju lagði fram 170.400 kr. til viðgerðarinnar. Á Keldum var gert við lambhús sunnan við Læk. Þekja annars hússins hafði fallið um vetur- inn og veggir skemmzt og hitt var einnig þakið á ný. Víglundur Kristjánsson hleðslumaður annaðist verkið. Unnið var við að klæða innan á veggi yfirgerðar rústarinnar í Stöng í Þjórsárdal til að mold hryndi ekki inn á vegghleðslurnar. Jón Karl Ragnarsson vann verkið ásamt starfsmönnum sín- um. Naut safnið þar mikillar fyrirgreiðslu Landsvirkjunar i Búrfelli, sem ávallt hefur sýnt viðgerðum í Stöng mikla velvild. Lokið var viðgerð á gluggum Tungufellskirkju, gert við laus fög og þau sett í. Unnu Jón Karl Ragnarsson og starfsmenn hans það verk. Að mestu var lokið vinnu við Húsið og Assistentahúsið á Eyrarbakka en ýmis frágangsvinna þó ókláruð við afhendingu húsanna 3. ágúst. Trésmíðavinnu annaðist Jón Karl Ragnarsson ásamt starfsmönnum sínum Gísla og Guðmundi Kristjánssonum. Árvirkinn á Selfossi sá um raflagnir en Reynir Valgeirsson um pípulagnir. Örn Lárusson annaðist málun húsanna og Magnús Sveinbjörnsson vann múrverk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.