Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 143

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 143
ÁRSSKÝRSLA 1995 147 Veggir og þak Nesstofu á Seltjarnarnesi voru máluð og annaðist Kristján Guðlaugsson það verk. Sjóminjasafn. Hinn 31. ágúst lét Jón Allansson fil. kand., sem verið hafði safnvörður frá 1. nóv. 1992, af störfum en Agúst Georgsson fil. kand. tók við frá 1. sept. Jón vann þó áfram til ársloka að gerð skýrslu um gamla báta sem til eru í landinu, í söfnum en þó einkum annars staðar og hverjum þeirra mætti bjarga til safna. Safnið var opið alla daga yfir sumarið og um helgar að vetrinum kl. 13-17. Safngestir urðu samtals 3652 á árinu, nær helmingur útlendingar. Skólanemar urðu alls 967. Alls bárust 144 gripir til safnsins á árinu og að auki 22 myndir, teikningar og skjöl. Má nefna vatnslitamynd af nýsköpunartogaranum Garðari Þorsteinssyni og leguundirlag úr togaranum Coot, fyrsta togara Islendinga. Mun þetta eini hlutur til úr honum. - Safninu bjóðast ýmsir úr- eltir bátar, en sumir þeirra teljast þó vart góðir safngripir né sérlega verðir að varðveita. 2. des. var opnuð í safninu sýning um íslenzkan sjávarútveg, sem nemendur 9. bekkjar Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands gerðu einir að öllu leyti. Safnkennsla var með sama hætti og undanfarin ár. Sérstök sjóminjasýning, „Island og hafið", var opnuð í Hafnarhúsinu í Reykjavík 24. maí og stóð til ársloka. Reykjavíkurhöfn lánaði húsnæði endurgjaldslaust og kostaði hún flutning Engeyjarskipsins af neðstu hæð safnhússins og viðgerð þess. Björn G. Björnsson hannaði sýn- inguna í samráði við Jón Allansson, en starfsmenn Sjóminja- og Þjóðminjasafnsins unnu mest að henni undir forystu safnstjóra. A sýningunni var meðal annars auk Engeyjarskipsins loft- skeytaklefinn af togaranum Geir og margvíslegar sjóminjar aðrar, einkum þær sem tengjast Reykjavík. Á sýninguna komu alls 3673 gestir. Á árinu voru saumuð segl á hákarlaskipið Ofeig á Reykjum, afarvönduð og gerð samkvæmt teikningum og líkani. Þau saumaði Halldór Svavarsson seglasaumari. Rár þurfti að smíða og gaf Pétur Guðmundsson í Ofeigsfirði efnið í þær af reka sínum, en gamla siglutréð ogbeitiásinn eru til. Ekki er unnt við núverandi aðstæður að hafa skipið undir seglum en áhugi er á að reisa nýtt og viðeigandi hús yfir Ofeig á Reykjum, þar sem hann gæti staðið undir seglum, sem eru þver- segl með gamla laginu. Má þá minna á, hvílíkum stakkaskiptum Byggðasafnið í Skógum hefur tekið við hið nýja hús þar sem skipið Pétursey er sýnt undir fullum seglum. Settar voru grindur og plastdúkur yfir báta safnsins, sem standa úti í Vesturvör, bráða- birgðabúnaður þangað til að hægt verður að fá varanlegra bátaskýli. Nesstofusafn. Safnið var opið fjóra daga í viku 15. maí - 14. sept. og aðra tíma eftir sam- komulagi. Gestir urðu alls 1.513 og voru á áttunda hundrað þeirra úr Vinnuskóla Reykjavíkur. Eldri safngripir voru tölvuskráðir. 36 færslur voru í aðfangabók og má sérstaklega nefna, að Tannlæknafélag Islands ákvað að færa safninu minjasafn félagsins að gjöf, sem verður afhent þegar nýtt safnhús rís. Eru þetta einkum áhöld og hlutir frá hinum fyrri tannlæknum. Horfið er nú frá að endurbyggja gömlu útihúsin sunnanvið Nesstofu vegna ákvörðunar bæjarstjórnar um aðkomu. I staðinn bauð bæjarstjórnin lóð norðanvert við stofuna, nærri húsi lyfjafræðinga. Var afráðið að taka því boði og byggja þar. 21.-24. júní var haldin hér 15. norræna ráðstefnan um sögu læknisfræðinnar. Fór hluti henn- ar fram innan veggja safnsins, en Kristinn Magnússon forstöðumaður var í undirbúnings- nefnd. Kristinn kynnti sér í ágústbyrjun lækningaminjasöfn í Lundúnum. Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns. Gestir safnsins að Einholti 4 voru 477 á árinu, 618 árið 1994 og 357 árið 1993. Sýningarsal safnsins var lokað í júlí 1993 en hann var opnaður aftur í marz 1994 eftir stækkun og gagngerðar endurbætur. Við það fékkst m.a. rými til breytilegra sérsýninga við hlið hins fasta sýningarefnis. Safnauki á árinu nam 182 færslum. Meðal helztu aðfanga má nefna blýmyntir úr dönsku ný- lendunni Trankebar á Indlandi frá dögum Jóns Ólafssonar Indíafara, er bera m.a. merki Is- lands, krýndan þorsk. Þá má nefna 50 aura vörumynt frá Grams-verzlun á Þingeyri, eina þekkta eintak hennar nú. - Þá hefur bókakostur safnsins um myntfræði einnig verið aukinn. Eins og áður er að jafnaði á vegum safnsins lítil sýning með breytilegu efni í afgreiðslusal Seðlabankans við Arnarhól. Einnig hefur efni verið lánað til tímabundinna sýninga í öðrum stofnunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.