Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1995, Qupperneq 144
148
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Húsafriöunarneþíd. Nefndin gefur úr sérstaka ársskýrslu, en hér skal getið meginatriða hennar:
A árinu var nefndin skipuð að nýju, þar sem tími hinnar fyrri var útrunninn. Er nefndin
þannig nú: Þorsteinn Gunnarsson arkitekt formaður, Guðný Gerður Gunnarsdóttir safnstjóri
varaformaður, þau bæði tilnefnd af þjóðminjaráði, Guðmundur Gunnarsson arkitekt tilnefnd-
ur af Arkitektafélagi Islands, Magnús Karel Hannesson sveitarstjóri tilnefndur af Sambandi
sveitarfélaga, og Þór Magnússon þjóminjavörður, sem situr í nefndinni skv. ákvæðum þjóð-
minjalaga. Varamenn eru: Katrín Fjeldsted læknir, Guðrún Ögmundsdóttir borgarfulltrúi,
Pétur Armannsson arkitekt, Lilja Arnadóttir safnstjóri og Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri.
Einnig situr Guðmundur Lúther Hafsteinsson deildarstjóri Húsverndardeildar Þjóðminja-
safns fundi nefndarinnar. Framkvæmdastjóri er Magnús Skúlason arkitekt. Annast hann ráð-
gjöf fyrir hönnuði, iðnaðarmenn og eigendur húsa um viðgerðir og skráningu friðaðra húsa.
Nefndirnar héldu alls 14 fundi á árinu. Samþykkt var stefnumörkun Húsafriðunarnefndar.
Áður er getið vinnu að viðgerðarbæklingum, sem nefndin hefur forgöngu um.
Húsafriðunarsjóður. Eitt meginverkefni Húsafriðunarnefndar er úthlutun styrkja úr Húsa-
friðunarsjóði. Námu framlög ríkissjóðs og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í sjóðinn 48.650.398 kr.,
en úthlutanir námu 34.850.000 kr. Uthlutað var til eftirtalinna verkefna:
Friðuð hús:
Kirkjutorg 6, Reykjavík
Skólastræti 5, Reykjavík
Skólavörðustígur 35, Reykjavík
Tjarnargata 22, Reykjavík
Tjarnargata 24, Reykjavík
Tjarnargata 26, Reykjavík
Klausturhólar, Flatey
Salthúsið, Þingeyri
Aðalstræti 12, ísafirði
Aðalstræti 42, ísafirði
Klömbur í Vesturhópi
Hillebrandtshús, Blönduósi
Norðurgta 1 (Sæby-hús), Siglufirði
Aðalstræti 14 (Gudmans Minde) Akureyri
Aðalstræti 50, Akureyri, að hluta frá 1994
Aðalstræti 54 A (Nonnahús), Akureyri
Eyrarlandsvegur 3 (Sigurhæðir), Akureyri
Hafnarstræti 18 (Tuliníusarhús), Akureyri
Strandgata 49 (Gránufélagshús), Akureyri
Jensenshús, Eskifirði
200.000
200.000
200.000
200.000
250.000
150.000
200.000
500.000
300.000
200.000
800.000
400.000
300.000
300.000
300.000
100.000
250.000
100.000
400.000
400.000
Friðaðar kirkjur:
Dómkirkjan í Reykjavík
Fitjakirkja í Skorradal
Hjarðarholtskirkja í Stafholtstungum
Ingjaldshólskirkja
Stykkishólmskirkja gamla
Hjarðarholtskirkja í Dölum
Gufudalskirkja
Stóra-Laugardalskirkja
Eyrarkirkja við Seyðisfjörð
Unaðsdalskirkja, að hluta frá 1994
Vatnsfjarðarkirkja
Kaldrananeskirkja
300.000
100.000
200.000
200.000
500.000
100.000
200.000
250.000
200.000
450.000
250.000
300.000